Kynlífslýsingar á facebook og hórurnar í Gandia

Undanfarna viku hefur geysað skelfilegur faraldur á facebook. Vinir og vandamenn hafa keppst við að senda út tilkynningar um hvar þeim þykir spennandi að eðla sig. Gunna frænka, sem er komin vel á sjötugsaldur og er spikfeit finnst tildæmis mjög æsandi að láta taka sig á eldhúsborðinu heima hjá sér. Ég hafði aldrei hugsað um Gunnu sem kynveru, en nú bý ég yfir þessum upplýsingum. Nú þegar ég hitti hana í Bónus, eða fjölskylduboðum get ég ekki varist að sjá hana fyrir mér gleiða á eldhúsborðinu meðan Grétar (eða ég geri ráð fyrir að það sé Grétar, hann er jú giftur henni) treður í hana þvagfærunum og skakar sér fram og tilbaka þar til yfir gengur. Afhverju Gunna taldi að ég væri betur settur vitandi þetta, skil ég ekki. En það er ekki bara Gunna sem vill láta mig vita hvar og hvernig er best að gera það. Annar hver status á tímabili innihélt þessar ókristilegu upplýsingar. Fleirum þótti besta skemmtun að eðla sig á eldhúsborðinu. Það er huggulegt að taka á fólki hús búandi yfir þessari vitneskju. Sitja prúður með kaffibolla á vettvangi glæpsins með hausinn fullan af emjandi gestgjafanum óhreinkandi borðið með rassasvita, ullabjakki og subbulaði.

Ógeðslegt! – segi ég.

3 thoughts on “Kynlífslýsingar á facebook og hórurnar í Gandia”

  1. ég get glatt þig með því að spurningin var: hvar leggur þú töskunni þinni, en hver leggur sinn skilning í svörin kv. gua

Comments are closed.