Læsið hurðum, neglið fyrir glugga

Að fara ekki niður í miðbæ á þessum dýrðardegi, sem er svo hátíðlegur að það var messað úr dómkirkjunni á gufunni í morgun, gæti verið flokkað sem óíslensk hegðun. Staðreyndin er sú að á dögum sem þessum set ég slagbrand fyrir dyrnar, negli hlera fyrir glugga og vopnast. Í mínum huga er ekki vottur af hæ-i hó-i eða jibbí-jei-i. Þessi dagur er lifandi helvíti og þori ég ekki fyrir mitt litla líf út fyrir hússins dyr. Á 17. júní fyllist miðbærinn af moggabloggurum, barnlendingum og öðru stórhættulegu fólki. Að eiga samfélag við þetta fólk var þolanlegt þangað til ég fékk einhverjar hugmyndir um hvað það er að hugsa. En með tilkomu internetsins, vitum við fyrir víst að fólk er frekar illa innréttað. Á dögum sem þessum er vænisýki besti vinurinn.

4 thoughts on “Læsið hurðum, neglið fyrir glugga”

  1. Það versta við þennan dag er grenjandi smákrakkar úr öllum áttum svo maður hefur það best innandyra, með ipodinn á fullu blasti til að heyra ekki í skrílnum.

Comments are closed.