Avraham אַבְרָהָם

Það ber helst til tíðinda hér á Óðinsgötunni að Avraham var settur í sturtu þar sem hann var af mikilli fagmennsku sápaður og sjænaður. Hann tók uppátæki nýtilkomins eiganda síns með miklu jafnaðargeði, sem kom nokkuð á óvart þar sem ég var búinn að gera ráð fyrir að þurfa að setja upp rafsuðuhanska.

25 þúsund króna átakið mitt gengur nokkuð vel. Mér hefir tekist að halda aftur af útgjöldum í nauðsynjavörur þessa vikuna og hef einungis eytt 3000.- krónum á 8 dögum. Ég sé þó fyrir meiri eyðslu í kvöld, þar sem ég er á leiðinni í kvikmyndahús með Frú Sigríði og ektakvinnu hennar að sjá þrekvirki mannsandans: Hulk hinn hrottalegi. Það eru svik við land og þjóð að fara í bíó án þess að hafa við hönd MSG kryddað popp og kóka kóla.

Svona er lífið á Óðinsgötunni.

6 thoughts on “Avraham אַבְרָהָם”

  1. Gísli, ekki sjá Hulk hinn hrottalega, þvert ofan í allar þínar væntingar er hún argasta rusl.

  2. Hjúkk, ég sem var á leiðinni. Væntingar eru varasamar. Best að syngja “Faðir Avraham” í staðinn.

Comments are closed.