Gleði á Óðinsgötunni

[MEDIA=163]

 

Sorg mín, síðan kötturinn sem ég tók í gíslingu yfirgaf mig og skildi mig einan eftir í miskunnarlausum heimi fullum af fólki með steinhjarta, hefur verið landamæralaus.

Í dag ákvað ég að binda endi á þjáningar mínar og einsemd.

Sigríður Heiðberg forseti Kattholts, leit sem snöggvast á mig þar sem ég stóð í afgreiðslunni og sagði: Ég er með rétta köttinn fyrir þig! Ég brosti og gerði mér strax grein fyrir að þessi kona vissi sínu viti. Ég sé í gegnum holt og hæðir, sagði Sigríður og skipaði ungu stúlkunum að sýna mér kisu sem hún gaf stutta lýsingu á, nóg til að stúlkurnar vissu án frekari málalenginga við hverja hún átti. Þegar ég kem inn í sal, sé ég gráan og hvítan kött sem er búinn að smokra sér undir eitt rimlabúrið og liggur þar eins og pönnukaka. Þessi köttur er alveg í hátt eins og ég, hugsaði ég og leit ekki einu sinni á hina kettina. Eftir að hafa fest fé í ól, ferðabúri og bursta, því þetta er alveg sérstaklega loðinn köttur, brunaði ég með hann á Óðinsgötuna.

Það sem af er kvöldi, hef ég gefið honum Super Size skammta af þunnildi. Honum líst vel á hýbýlin og nýja eigandann. Hann fylgir mér um hvert fótmál. Hann unir sér þó best liggjandi á bakinu í kjöltu mér meðan ég djöflast í honum. Þessi köttur er kominn heim í hlað. Nú þarf ég að gefa honum nafn. Annaðhvort eitthvað íslenskt og fornt, eða að nefna hann eftir persónu úr Twin Peaks – kannski Garland í höfuðið á Garland Briggs?

Ég man að Sigurbjörn biskup átti kött sem hét Djöfull. Komdu hérna Djöfull, sagði hann við köttinn þegar hann fór í gönguferðir í Fossvogsdalnum. Það er fínt nafn á kisu.

16 thoughts on “Gleði á Óðinsgötunni”

  1. Til hamingju. Munurinn á hundum og köttum:

    Dogs have owners, cats have staff.

  2. en þreytt kisa
    og en óskaplega fín

    mér finnst fallegt af þér að bjarga kisu úr kattholti, ég myndi gera það sama ef maðurinn minn væri ekki með ofnæmi!

  3. Til hamingju hvor með annan!

    Garland er fínt – því “garland” þýðir krans eða sveigur.

    Þessi köttur er loðinn. Loðmundur Garland?

    En það er sama hvað þú skírir hann – hann er lukkunnar pamfíll.

    T.S. Eliot samdi eftirfarandi:

    The Naming of Cats

    The Naming of Cats is a difficult matter,
    It isn’t just one of your holiday games;
    You may think at first I’m as mad as a hatter
    When I tell you, a cat must have THREE DIFFERENT NAMES.
    First of all, there’s the name that the family use daily,
    Such as Peter, Augustus, Alonzo or James,
    Such as Victor or Jonathan, or George or Bill Bailey –
    All of them sensible everyday names.
    There are fancier names if you think they sound sweeter,
    Some for the gentlemen, some for the dames:
    Such as Plato, Admetus, Electra, Demeter –
    But all of them sensible everyday names.
    But I tell you, a cat needs a name that’s particular,
    A name that’s peculiar, and more dignified,
    Else how can he keep up his tail perpendicular,
    Or spread out his whiskers, or cherish his pride?
    Of names of this kind, I can give you a quorum,
    Such as Munkustrap, Quaxo, or Coricopat,
    Such as Bombalurina, or else Jellylorum –
    Names that never belong to more than one cat.
    But above and beyond there’s still one name left over,
    And that is the name that you never will guess;
    The name that no human research can discover -But THE CAT HIMSELF KNOWS, and will never confess.
    When you notice a cat in profound meditation,
    The reason, I tell you, is always the same:
    His mind is engaged in a rapt contemplation
    Of the thought, of the thought, of the thought of his name:
    His ineffable effable
    Effanineffable
    Deep and inscrutable singular Name.

  4. Ég held að þessi köttur eigi að heita Abraham.

  5. Hverju mikla gleði ég finn i hjarta mínu er ómælanlegt.
    Þú fullkomnaðir daginn 🙂
    Ég er farin að sækja dýrið mitt á leikskólann og
    loðna dýrið mitt vill fiskinn sinn.

  6. Elsku brödir mikid er eg glod ad thu hafir loksins fengid ther litid og sætt dyr ad hugsa um (gætir kannski gleymt sumu af thvi sem er leidinlegt) Solarkvedja fra Køben

  7. Hann Sigurbjörn átti líka kött sem hét Bjáni. En þetta er rosa flottur köttur Siggi. Til hamingju! 🙂

  8. AAA! Þvílíkt súperkrútt er hann Avraham!
    Til hamingju með þettalíka knúsukisu! 🙂
    Við erum sammála henni Sigríði kisukonu að þessi er svo sannarlega akkúrat öpp jor allei!

    Krúttkisukveðjur frá Englandinu,
    ingi&heike

    Ps. Heike langar mikið að vita hver flytur tónlistina í myndbandinu?

  9. Þetta er Agnus Dei úr Requiem for my friend eftir Zbigniew Preisner. Kær kveðja til Heike.

  10. Heyho Siggi,
    Til hamingju med daginn og ultra-sjuuper cute and puffelig pussy cat! She surely seems the ONE for you!
    Also thanks for the music, will get it, use it, jump around with it.
    All the best greetings from my very icecold office in englandi.
    Heike

Comments are closed.