Íslenskar fréttaveitur

Til að vernda brothætt sálarlíf mitt íhuga ég enn og aftur að hætta að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum. Fréttir, sem gætu átt eitthvað erindi til okkar, eru oft mjög brenglaðar. Vinnufélagi minn sem hefur dálæti á að fara í kvöldgöngu með hundinn sinn, fann í Öskjuhlíðinni kassa af skotfærum úr seinni heimstyrjöldinni. Hann hafði samband við lögreglu og tilkynnti fundinn. Hvaða fréttavefur var fyrstur til að skrifa um þetta, man ég ekki, en þegar fréttin hafði flakkað á milli miðla var þessi samviskusami fjölskyldumaður, sem ég þekki ekki af neinu nema góðu, orðinn að ótýndum umrenningi og róna sem hélt til í Öskjuhlíðinni. Enginn fréttamiðill hér á landi getur státað sig af heilindum í fréttaflutningi og er það sorglegt. Svo ekki sé á minnst alla vitleysuna sem skiptir engu máli og eykur ekkert á lífsgæði okkar. Í morgun las ég frétt á dv.is þess efnis að Aron Pálmi hefði sótt um vinnu í Álverinu. Afhverju er þetta fréttnæmt? Getur einhver upplýst mig um það? Hver þarf á öllu þessu kjaftæði að halda?

11 thoughts on “Íslenskar fréttaveitur”

 1. Einmitt þegar ég var búinn að strengja þess heit að missa mig ekki út í eitthvað píp.

 2. Ég sé að eins og venjulega þá gerir þú hlutina aðeins of vel. Ég er fréttasjúklingur en hvoruga þessa frétt las ég, þannig að af því að ég veit að þú ert fréttasjúkur þarftu að temja þér slugshátt hann er góður til síns brúks.

 3. …og nú eru litlu afleysingafrændurnir og -frænkurnar mætt til sumarstarfa á fjölmiðlunum.

  Síðustu daga hef ég staðið á öndinni yfir frétt um að Paul Newman sé ,,á banalegunni´´ og var mest hissa á að ekki fylgdi að Joanne Woodward kona hans væri ekki að fara á límingunni af sorg…

  Sjónvarpsfréttirnar fara ekki varhluta af óværunni. Held að það hafi verið Hirst sem var nógu snögg að átta sig og leiðrétti sig í snatri eftir að hafa lesið frétt um mann sem ól barn ásamt konu sinni.

  Það sem kemst næst sannleikanum í fjölmiðlum eru yfirfarin sólahringsskjálftalínurit frá Veðurstofunni.

  Svo sá ég mannbætandi bíómynd í fyrrakvöld:
  “Venus” með Peter O´Toole.
  Kynslóðabilsbrúargerðarkennsla af bestu gerð!

 4. Það var ruv sem flutti fréttina fyrst og gerði það með stakri prýði, en það var á bylgjunni sem undirritaður var gerður að útígangsmanni (sem er kannski rétt þar sem ég var að ganga úti). Hver veit nema maður leggist í útlegð í öskjuhlíðinni bara svona til að fylla upp í fréttina. ha ha

 5. Bráðum fer ég að skrifa fréttir. Ég skal láta þig vita hver miðillinn verður og hvernig ég merki. En það verður okkar á milli.

 6. Ver glaður, Sigurður. Jónas Kristjánsson fjallar um þig í bloggi sínu. Ég held að þetta sé upphaf frægðarferils.

 7. Komdu bara til Ukrainu minn kaeri, her eru engar frettir af offitusjuklingum ad saekjast eftir storfum hvorki her eda thar, og ef vera skyldi ad thaer dyndu a tha skiljum vid thaer ekki.

  Kv ad austan

Comments are closed.