Lacrimosa

[MEDIA=194]

Og til að létta stemninguna á vef þessum, eftir skrif um málefni í þyngri kantinum, geri ég hér aðgengilega myndbandsupptöku, sem ég tók ófrjálsri hendi af þúskjá, þar sem Maria Pia Molinari sópransöngkona syngur Lacrimosa úr sálumessu Preisner: Sálumessa fyrir vin.
Lacrimosa, er að finna, eftir því sem ég best veit, í öllum sálumessum. Lacrimosa, þýðir grátur, eða syrgjandi.

Ég hef undanfarna mánuði lagt mig niður við Preisner og hlustað á nánast allt sem hann hefur samið. Ég hélt í fyrstu að hann hefði einungis samið tónlist fyrir kvikmyndir, en komst að því að hann á líka sjálfstæð verk, eins og Requiem for a friend.

Að mínu mati eru Sanctus og Lacrimosa, bestu lögin í þessu verki. Flutningur Maríu er ákaflega fallegur, og finnst mér hann jafnvel betri en á plötunni. Hljómgæðin eru þó ekki upp á marga fiska, og má heyra hljóðið rifna tvisvar, eða þrisvar. Lagið byggist upp fram yfir aðra mínútu, en þá ætlar allt um koll að keyra. Fegurðin er guðdómleg, ef menn eru þannig þenkjandi, og ekki laust við að ég verði örlítið ölvaður af því að hlusta á þetta.

Ef einhver getur bent mér á tuttugustu, eða tuttugustu og fyrstu aldar höfunda, sem svipar til Preisner, yrði ég viðkomandi ægilega þakklátur.

11 thoughts on “Lacrimosa”

 1. Já, ég hef hlustað á lítillega á hann. En ég var rétt í þessu, mér til mikillar ánægju, að uppgötva Shigeru Umebayashi. Nú er ég glaður, áðan var ég leiður.

 2. Hefðbundnar sálumessur eru myndaðar úr nokkrum kaþólskum sálmatextum. Einn þeirra er Dies Irae eftir Tomaso di Celano. Tvö síðustu erindi þess eru svona:

  Lacrimosa dies illa,
  qua resurget ex favilla
  judicandus homo reus.
  Huic ergo parce, Deus:

  Pie Jesu Domine,
  dona eis requiem. Amen.

  Nánari upplýsingar má finna á http://en.wikipedia.org/wiki/Requiem

 3. Uhh Sigurður! Ertu ekki að gleyma snillingnum Britney Spears?!
  Og svo á nú Gummi í Sálinni líka eitt og eitt meistarastykkið. Ekki leita langt yfir skammt.

 4. Allý er utanaflandi Siggi. Ekki nudda henni upp úr því. Þau geta ekkert að þessu gert “þetta fólk”.

 5. Þetta setur menningarkirtilinn í gang sem sér um að framleiða menningarboðefni, sem lætur manni líða eins og maður eigi ekki nokkra samleið með meðbræðrum sínum. Sem er góð tilfinning.

 6. Gaman að heyra að þú hefur gaman af svona tónlist ég spurði bróður þinn einu sinni hvort hann hefði upplifað að maður öðlaðist einskonar fullnægingu við að hlusta á svona tónlist, það varð lítið um svör bara mammmmmma en ég hef stundum upplifað það að maður komist í annan heim. Gleðileg jól karlinn minn og hafðu það gott nú sem endranær.

 7. Svona segir maður ekki við kristilega þenkjandi fólk. En gleðileg jól, og hafið það gott. Ég efa ekki að það verði huggulegt að eyða jólunum í sveitinni.

Comments are closed.