Lúðadraumórar

Ef ég ætti að velja mér annan raunveruleika en þann sem ég lifi í, veldi ég mér raunveruleika Geir Ólafs. Það er ég alveg viss um að þar liði mér prýðilega. Ég gengi þá ugglaus um Reykjavíkurborg; stæði klár á því að ég væri miðdepill alls sem eitthvað vegur í þessu þjóðfélagi, -ef ekki öllum heiminum. Ekki væri til sú stúlka sem ég reyndi ekki að tækla og landa. Spáný tjelling á degi hverjum. Ef ég lifði í raunveruleika Geir Ólafs væri ég gersamlega alltaf syngjandi og trallandi. Ég tæki “New York, New York,” alveg óumbeðinn í Bankastræti á háannatíma. Já, þá væri sko gaman.

8 thoughts on “Lúðadraumórar”

 1. Hljómar líkt og minn raunveruleiki nema ég raula “Moonriver” hægri vinstri.

 2. Já, það eru fáir sem toppa blekkingarvef Geira..Það er bara þannig.

  Aumingja maðurinn er stundum alveg að missa það.

  Með fullri virðingu fyrir honum…
  Hefur hann ekki einhverntímann gert hosur sínar grænar hjá frú Sigríði..Ég heyrði það um daginn…Hún var bara spennt..Henni finnst New York svo falleg borg og hefur mikið dálæti á því að heyra fallegan söng hans um hana…

  Væru þau ekki fallegt par?

 3. HVUSS LAX ER ÞETTA SOFFÍA LITLA! Ég hef nú bara aldrei heyrt annað eins. Þú, sem alltaf varzt svo hreinlynd og saklaus ert nú farin að kalla velgerðarkonu þína og velunnara hóru á opinberri veflókssíðu. HUHH!

 4. Já, maður skyrpir bara í gangstéttina af því að lesa þetta komment soffíu litlu. Er hún alveg að missa sig? Sigríður og Geir? Ég held að frúin myndin fyrr borða hundakúk og drepa sig en að svo mikið sem snerta Geir með fjarstýrðu priki frá Akranesi.

 5. Ég brest í söng: “These little town blueeeeeees, are melting away, tralllallallalallallallallalal part of it New York, New York, I want to wake up in a city that never sleeeeeeps bamm bamm bara ramm, and feel I’m top of the pops, king of the hill trælælælælælælææl theeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeese little town bluezzz lælælælælælælælælælælæl.” Ég fæ mig ekki hamið….

 6. Svo veit ég það að frú Sigríður lítur ekki við ljóshærðum mönnum…

  Þannig að hafið engar áhyggjur…

Comments are closed.