Mary Poppins og rækjusalatÉg hef verið sérstaklega heimilislegur í dag. Snurfusað og puntað. Sett í vél. Lagað hummus. Keypt í matinn. Svo brá ég mér út með vaskafat og þreif eldhúsgluggana. Nú sjá allir frá götunni þegar ég á adamsklæðunum stíg trylltan dans við tónlist úr Mary Poppins, smurður rækjusalati frá toppi til táar. Lífið er prýðilegt á Óðinsgötunni.

4 thoughts on “Mary Poppins og rækjusalat”

  1. Finnst þér þetta ekki falleg mynd af ævintýragarðinum Pétur? Hún er tekin fyrr í kvöld út um nýþveginn eldhúsgluggann þegar klukkuna vantar aðeins nokkrar mínútur í 9.

Comments are closed.