Michael Myers á sambýli fyrir geðfatlaða

Í nótt dreymdi mig að ég væri að vinna á sambýli fyrir geðfatlaða, ekki ólíku því sem ég vann á hér á árum áður. Einn af heimilismönnum var kolóði hálfmennski morðinginn úr Halloween: Michael Myers, og átti hann alveg ægilega bágt. Við sem þarna störfuðum vorum mjög smeykir við hann sérstaklega ef hann komst í hnífaskúffuna, því það endaði yfirleitt með að einhver var drepinn. Við vorum nokkur á vakt, enda Michael erfiður vistmaður. Félagar mínir fóru út að reykja, en ég varð eftir inni og var að matbúa þegar ég áttaði mig á að Michael var búinn að stela einum hnífnum úr hnífaskúffunni, sama hnífnum og ég ætlaði að nota til að skera niður grænmeti. Ég vissi ekki nákvæmlega hvar hann var staðsettur í húsinu og það var myrkur. Skelfing greip um sig og í gegnum svefninn fann ég hjartað hamast í brjósti mér. Í draumnum hljómaði þemalagið úr Halloween eftir snillinginn John Carpenter.

[media id=226]

Til gamans má geta þá var Halloween fyrsta hryllingsmyndin sem ég sá og kostaði hún mig ófáar andvökunætur. Ég hef verið eitthvað í kringum 12 ára gamall – ekki eldri.
Ég fæ reglulega martraðir, þar sem Norman Bates, Freddy Kruger eða Michael Myers hrella mig.

Smá fróðleiksmoli: Gríman sem Michael Myers er með, er Captain Kirk gríma.

12 thoughts on “Michael Myers á sambýli fyrir geðfatlaða”

  1. The first horror film I saw was Night of the Scarecrow, and I was 6 or 7. It satisfied my need for films of this sort.

  2. Iss Krugerinn og Michael Myers eru nú ekkert. Rauðhærða afturgangan, hún er verri en andskotinn. Maður var nú oft með þá óhræsisskottu á hælunum eftir að maður sá hana í sjónvarpinu þarna í gamladaga.

  3. Hvaða rauðhærðu afturgöngu ertu skíthræddur við? Áttu við Don’t look now, með Donald Sutherland?

  4. Þú gerðir líka skrambi flotta hrollvekju sjálfur á super 8 vél þegar þú varst lítill. Og áttir stórleik 🙂 Hvað hét hún aftur…Svarta Höndin?

  5. Hvernig væri nú að koma með einhvað nýtt frá danaveldi núna það er næstum því kominn vika….

Comments are closed.