Mótmæli

54 þúsund manns, hafa brugðist við lokun Skjás eins, með að senda menntamálaráðherra mótmælaskeyti. Einungis 4000 manns, hafa skráð sig á vefinn kjosa.is, þar sem farið er fram á kosningar í kjölfarið á einu mesta efnahagshruni í sögu þjóðarinnar.

8 thoughts on “Mótmæli”

 1. kannski veit fólk ekki hvern það á að kjósa í staðinn?

  annars hef ég skráð mig á hvorugt..

 2. Þetta er sorgleg staðreynd. En sýnir okkur hversu gífurlega máttugur áróðursmiðill sjónvarpsstöð er. Spáðu í hvað SPILLINGARVÖLDIN hafa sterk ítök í hugum fólks með hinar tvær stöðvarnar að spinna fyrir sig allann daginn og árið um kring.

  Ef vandinn er að vita hvað á að kjósa í staðinn eins og katrín hér fyrir ofan virðist vera í, langar mig að segja fyrir mig að ég myndi kjósa ALLT annað en áframhaldandi spillingu og ógeð sem endurspeglast í valdagræðginni og ógeðisvinavæðingunni hjá ríkjandi yfirvöldum.

 3. mér finnst þetta allt óhæfir moðhausar… þeir sem eru ekki í ríkisstjórn tóku líka þátt í þessu, það er bara svoleiðis

  mig vantar nýtt og hæft fólk áður en ég vil kjósa

 4. Sammála þér Katrín. Hef mjög lítinn áhuga að kjósa það fólk sem er í boði. Losa okkur við samfylkinguna, því þeir virðast vera orðnir borderline sjálfstæðismenn.

 5. Það eru biðraðir af nýju fólki inn í pólitíkina. Það kemst ekki að vegna þess að flokkshagsmunir valdhafanna vernda sæti sín eins og gullið sitt. Þeir vita að ef boðað yrði til kosninga NÚNA (þ.e.a.s. eftir 45 daga sem er lágmark) þá myndu þeir þurfa að lúffa fyrir þessu fólki. Þess vegan eru þeir einmitt svona mikið á móti því að við kjósum strax!
  þannig að ef þið viljið nýtt fólk, þá ættuð þið að standa á götuhornum, einmitt núna, og heimta kosningar strax.

 6. Fara þeir ekki að opna fyrir skjá einn. Ég klikkast! Ég neyðist til að sitja hér og hlusta á sjálfan mig hugsa.

 7. Fólk er fífl. Svo einfalt er það bara. Heilaþvegnir hálvitar slefandi yfir raunveruleikasjónvarpinu sínu.

Comments are closed.