Myosotis arvensis

[MEDIA=167]

“…And these children
that you spit on
as they try to change their worlds
are immune to your consultations.
They’re quite aware
of what they’re going through…”
David Bowie

Þetta lag var mjög vinsælt löngu áður en ég varð gamall geðstirður kall í kjallara á Óðinsgötu. Molly Ringwald og félagar hennar í morgunverðarklúbbnum höfðu afar innspírandi áhrif á mína kynslóð, að undanskildum þeim er aðhylltust pönkið, en ég var ekki einn af þeim.
Við vorum unglingar og skildum ekki okkar hlutverk í tilverunni, sama hvað við reyndum. Áttum við að treysta brotnum foreldrum okkar, bekkjarsystkinum, fasískum skólastjóra, rugluðum kennurum – eða áttum við að fara eigin leiðir. Óteljandi spurningar þjökuðu huga okkar.

Ég samhæfði einna mest með persónu Ally Sheedy. Ég held að ég geri það enn, rúmum tuttugu árum síðar.

Hver var eftirlætispersónan þín?

8 thoughts on “Myosotis arvensis”

  1. Ég vildi að ég gæti svarað þessari spurningu Sigurður því hún er áleitin með meiru. Hins vegar er ég ekki nálægt því að vera hundrað ára og sá því ekki umrædda kvikmynd. Wayne´s world breytti lífi minnar kynslóðar. Friður!

  2. það var þarna bad boy týpan sem ég tengdi einna helst við án þess að þessi mynd hafi verið í neinu sérstöku eftirlæti, þó ég hafi vissulega séð hana og fundist hún góð!

    Það væri kannski fyndið að horfa á hana aftur?

  3. En hvernig færðu það út Allý að maður þurfi að vera hundrað ára til að hafa séð mynd sem er frá því herrans ári 1985?

  4. Kvikmyndin “Chosen Survivors” frá 1974 http://www.imdb.com/title/tt0071318/
    var sýnd hér snemma árs 1977, í Stjörnubíói, þar sem ég var sætavísa.

    Eftir á að hyggja held ég að það að horfa á brot úr þessari mynd dag eftir dag í svartasta skammdeginu hafi ekki bara verið mannskemmandi, heldur einn af hornsteinum þunglyndisins herjar á mig reglubundið.

    Þessi kjarnorkuleðurblökuhryllingur stóð mér allt í einu lifandi fyrir hugskotssjónum þegar ég fór að hugsa um hvaða kvikmyndir hefðu mótað mig á unglingsárum.

    EN svo var auðvitað bráðhollt að horfa billjón sinnum á “The Man from Hong-Kong” “The Wallaci Papers” og Sindbað sæfara í satínbuxunum. Að ég tali ekki um “Morðsögu”
    og ofurvæmna söngleikinn sem gerð var eftir
    bókinni “Lost Horizon” e. James Hilton a.m.m.
    Þar lærði maður bæði skotheld dansspor og míningfúl augntjáningu. Þarna var hópur stórstjarna sem hljóta að hafa verið staurblankur úr því þær létu hafa sig út í þessa fen.

  5. Sama hér -og fannst vondi gaurinn sætur. Skrítið… 🙂

  6. Ég man nú frekar lítið eftir þessari mynd, það er svo langt síðan ég sá hana síðast, 1985 segirðu, Svakalega er langt síðan þessi mynd var frumsýnd 🙂
    ég var nú alltaf hrifnastur af uppreisnarseggnum og vandræðagemlingnum, enda var ég duglegur að koma mér í vandræði á þessum árum. Förum ekki nánar út í það.

    P.S. til hamingju með nýju íbúðina Meistari.

  7. Ferris var minn maður , fannst þessi mynd frekar púkó. reyndar var skólastjórinn ágætur

Comments are closed.