Netið

Ef moggabloggari heldur því fram að hann hafi rétt fyrir sér, þá óumflýjanlega verður til annar moggabloggari sem hefur rangt fyrir sér. Moggabloggarinn sem hefur svo rangt fyrir sér er þess fullviss að hann hafi rétt fyrir sér, en hinn hafi rangt fyrir sér. Hver hefur þá rétt fyrir sér?

Er mín skoðun best? Er mín réttlætiskennd best? Er mitt siðferði best? Er ég hjartahreinasti maður sem gengið hefur Ísland? Er ég maðurinn hennar Jónínu hans Jóns? Á ég að segja af mér?

Hver er þessi moggabloggari?

Um þessar mundir er ég þjakaður af spurningum eins og þessum. Minnir obbulítið á artane flipp frá síðustu öld.

6 thoughts on “Netið”

  1. að vafra um moggabloggin er ekki ósvipað artane áhrifum, ægilega skitsófreinískt og innantómt, þetta er ein af 3,25 bestu samlíkingum sem birst hafa á þessu vefsetri.

    Hvar eru lyklarnir mínir?

  2. Er moggabloggið ekki eina iðjuþjálfunarúrræði geðsjúkra á Íslandi?

  3. Ef karlmaður talar í skóginum en engin kona er nálægt til að heyra í honum, hefur hann samt rangt fyrir sér?

  4. Þú þarft að losna við þessa moggabloggsþráhyggju Siggi. Prófaðu ristilshreinsun eða skolun. Ég man ekki hvort virkar betur á þráhyggju.

Comments are closed.