Night of the living dead: reanimated

[MEDIA=176]

Eftir að kærastinn hennar Barbra er étinn af uppvakningum í kirkjugarði, leitar hún skjóls í húsi sem er umsetið heilum saumaklúbb af hungruðum mannfleskétandi sóðaháleistum, sem þrá ekkert heitar en að læsa tönnunum í þokkafulla leggi hennar og liði. Minnir svolítið á köttinn minn.

Senan hér að ofan er framlag mitt til verkefnisins NOTLD:Reanimated. Hún telur 313 ramma, eða 13:01 sekúnda. Ég sé mest eftir að hafa ekki haldið utan um klukkustundirnar sem fóru í þetta, en þær eru á að giska eitthvað í kringum 35-40.

Ég hef ekki mikið teiknað síðan ég var barn. Það má sjá glögglega hversu mér fer fram eftir því sem líður á senuna. Einnig veit ég ekki alltaf hvar á að skyggja, eða hvaða gerð af blýöntum er best að nota. Ég ákvað snemma að láta alla ramma standa, hversu slæmir sem þeir eru.

Kvikmyndin Night of the living dead, eftir George A. Romero er með svokallað Creative Commons leyfi, sem gerir hverjum sem hefur áhuga á, kleift að taka myndina breyta henni og nota hana hvernig sem hann kýs, að því skyldu að verkið sé gert opinbert undir sama leyfi. Ég notaði áður bút úr NOTLD í forvarnarmynd um einelti í stjórnsýslu: Nótt í borg hinnar dauðu.

NOTLD:Reanimated, virkar þannig að þú velur þér senu úr myndinni og vekur hana aftur til lífsins í formi teikninga, brúðugerðar, eða hvað svo sem þér dettur í hug. Það eru aðeins þrjár reglur, verkið verður að vera þitt eigið, það verður að vera í svart hvítu, og það þarf að synca við hljóðið í upprunalegu senunni. Senunum skal skila inn fyrir 12. september. Eftir það verða þær skeyttar saman, þannig að úr verður spáný Night of the living dead.

10 thoughts on “Night of the living dead: reanimated”

  1. Enn einn dásamleggur vinkill á hæfileikabúntið sem hann Sigurður Þorfinnur
    okkar er!

  2. Congratulazioni!!!beside the fact that the words of the entry I did not get… the animation works totally fine, F I N E, I say.
    I love the rawness of it all I think it is what I am after. Well done Gummilato. More good stuff! more good stuff!!
    For gummilato 1000 lala’s

  3. Þetta var mjög flott, Með blyantana, HB er hlutlaus, H eru harðir=ljós litur. B eru mjúkir= dökkur litur.

  4. Takk fyrir fögur orð. Ég einmitt byrjaði í H, var að vandræðast með þetta fram og aftur, svo fór ég og keypti mér fleiri gerðir, og endaði svo í tveimur stigum af B. Ægilega gaman.

  5. ótrúlega flott! Trúi vel að þetta hafi tekið all nokkrar klst, held samt að þetta sé ekki svo langur tími án þess að ég hafi nokkuð vit á hreyfimyndagerð. Mínar myndir eru allar grafkyrrar og samt tekur tíma að teikna þær.

Comments are closed.