Nornabrenna

Blogheimur ásamt fréttamiðlum hafa lagst á eitt að úthúða og hæða ónefndan doktor við Háskóla Íslands. Ég persónulega þekki fljótfærni nokkuð vel af eigin rammleik. Þ.e að eitthvað málefni sem mér er annt um geri það að verkum að ég dragi annaðhvort rangar ályktanir, eða að ég dragi réttar ályktanir og bregðist rangt við. Að þessu leitinu til, kenni ég í brjóst um doktorinn. Það geta allir hlaupið á sig. Þar fyrir utan tel ég að það sé nokkuð til í þeim pistli sem hún skrifaði, en ég ætla hvorki að hafa það eftir, né að rökstyðja það. Að mínu mati finnst mér gott að doktorinn hafi skrifað þennan pistil. Hann vekur okkur til umhugsunar um hluti sem við hefðum annars ekki velt okkur fyrir. Við erum fljót að berast með straumnum, hneykslast, öskra, garga, úthrópa, brenna á báli osfrv.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Ég vaknaði í morgun með ævintýralegan höfuðverk. Ég var ekki búinn að vera lengi vakandi þegar ég fann mig knúinn til að eiga rómantíska stund með klósettskálinni. Að því búnu lagðist ég upp í rúm. Kötturinn minn hann Mefisto, þessi sem ég gerði burtrækan um daginn, fann á sér að ekki var alveg í lagi með húsbóndann. Svo þar sem ég lá á koddanum tók ég eftir því að kvékindið var eitthvað að baxa við höfuð mér. Yfirleitt sefur hann mér til fóta, en er ekki að aðhafast neitt í námundan við hausinn minn. En í þetta skiptið átti hann eitthvað erindi þarna við koddann minn. Ég var með augun lokuð, enda ennþá sárkvalinn. Áður en ég vissi af, var helvítið búið að hlassa sér svo gott sem beint ofan á hausinn á mér. Upp úr því sofnaði ég. Mig dreymdi að mér hefði vaxið sítt þykkt krullað hár. Í draumnum gerði ég lítið annað en að dást að hárinu. Lokkarnir stóðu út í allar áttir. Þegar ég vaknaði upp var hausverkurinn farinn.

9 thoughts on “Nornabrenna”

 1. Þegar allt kom til alls, gat ég ekki lokað hann Mefisto minn úti. Hann sat mjálmandi fyrir utan gluggan hjá mér dægrin löng. Ég fór og keypti handa honum klósett og lokaði fyrir að hér sé hægt að halda kattaráðstefnur. Þegar hann vill fara út, þá biður hann mig sérstaklega um það. Sem er ekki oft, því hann er of upptekinn af að sofa allan sólarhringinn. Þessir kettir kunna að lifa lífinu lifandi. Já og sei sei.

 2. gat nú verið að þú færir í meðvirkni þinni að kóa með Doktornum.
  Ég hygg nú að engin hafi haft áform um að brenna hana á báli þó ég telji að slíkt hefði verið í takt við þessar forneskjulegu yfirlýsingar ……

  En til lukku með kisann, hann getur ekki gert þér annað en gott!

 3. Docktor perv…

  annars þvi meir sem eg kynnist mannlegu eðli og folki þvi vænna þykir mer um köttinn minn og eyði meiri tima með honum

 4. Pétur G.

  Gat verið að þú færir að drepast úr meðvirkni með Sigurði. Það er nóg komið af þessum loðkvikindum. Man ég þá tíð er ég bjó í árbæ. Þessir dónar brutust inn allar nætu migu og skitu út um allt. Einnig brutu þeir allt er á vegi þeirra varð. Ég öfunda ykkur ekki af þessum dýrum.

 5. Þú bjargaðir deginum 🙂
  mikið er ég glöð yfir þessari framvindu á ykkar sambandi.
  …mér var ekki farið að standa á sama yfir kattalýsingum sumra commenta.

 6. Ah…þessar kisur eru svoddan hílerar – mín kemur alltaf og burrar á mér ef eitthvað amar að – …mjög nauðsynlegt að eiga kisu eða tvær.
  ingi

Comments are closed.