Nótt í borg hinna dauðu

[MEDIA=104]

Á Þúskjá.

Fígúran sem lék í myndbandinu mínu Borgin Brennur hefur náð ótrúlegum vinsældum á Þúskjá fyrir tilstilli monitor.is. Hef ég því tekið ákvörðun um að hún leiki aðalhlutverk í öllum mínum myndböndum héðan í frá. Og þar sem mér dauðleiddist svo skelfilega í dag, settist ég niður við tölvuna mína fínu og bjó til þetta myndband um hvernig er að vera einn og yfirgefinn í ástlausum heimi, þar sem enginn skilur mann.

Fáein orð um Public Domain.
Til er fjöldinn allur af kvikmyndum í flokknum Public Domain á archive.org. Þegar eitthvað fellur undir þann flokk, hvort sem það er ritmál, mynd, eða hljóð, þýðir það að hver sem er getur tekið efnið og gert það sem hann lystir við það. Meðfylgjandi myndband um ást og umkomuleysi er búið til með atriðum úr frægustu mynd George A. Romero: Night Of The Living Dead, sem einmitt tilheyrir þessum flokki.

Meira um Public Domain á Wikipedia.

Líklega hefði undirritaður betur farið út úr húsi í dag.

10 thoughts on “Nótt í borg hinna dauðu”

 1. ó Sigurður þú hæfileikaríki maður. Ég fæ gæsahúð af listsköpun þinni.

 2. HEHEHEHEHEHEHEHEHEH Sknilld

  ég segi nú bara í eigingirni minni að ég er glaður að þú fórst ekki út. það er nú ekki ónýtt að fá svona fínt video á sunnudegi með latteinu.

 3. Takk fyrir fögur orð og hlýhug. Nú er svo fyrir mér komið að Þórkatla kötturinn minn, er farinn frá mér. Var það eitthvað sem ég sagði? Hefur það eitthvað með það að gera hvernig ég er í hátt? Ég hef aldrei verið meira einmana.

 4. Þórkatla hefur fundið einhvern sem hún vill frekar sofa hjá – so it goes…

 5. Þetta er listaverk minn kæri Sigurður, en aldrei hefði ég trúað því að þú værir svona mikil pólitíkus að fara að standa í mótmælum í ráðhúsinu og meira að segja láta ná af þér mynd við það athæfi…. en svona er víst Ísland í dag. Ég samhryggist með Þórkötlu.

 6. Hihi! 🙂
  Æði – svona í morgunsárið sjálft.

  Annars veit ég blessunarlega lítið um þessi borgarstjóramál heima á Fróni og er þess mjög þakklátur.

  Ég strengdi þess nebbilega heit, um áramótin síðustu, að vita sem minnst af gangi mála á landinu mínu kalda og hef staðið mig bara alveg ágætlega hingað til.

  Kíp öpp ðe gúddwörk, maður! 🙂

Comments are closed.