Yndisleg tónlist

Mér var send þessi gersemi í flugpósti. Ég veit eftirfarandi um þessa hljómsveit: Þau kalla sig WE HAVE NO TV: NOT QUITE PUNK, eða er það nafnið á disknum? Ég er ekki viss. Kannski heitir hljómsveitin WE HAVE NO TV og diskurinn NOT QUITE PUNK, ég er tel það reyndar líklegt. Þau sjálf heita , eða kalla sig, Pete, Mole og A-K, búa í kommúnu í London, borða grænmeti, eiga ekki sjónvarp, eru friðelskandi, trúa á ástina og tedrykkju. Fallegt, ekki satt. Ætli verði einhvern tímann aftur jafn mikil vitundarvakning og á sjöunda áratugnum, og þá án vímuefna?

Lagið heitir Think, Keep Thinking.

[MEDIA=105]

20 thoughts on “Yndisleg tónlist”

  1. Mér liggur tvennt á hjarta í dag Sigurður Þorfinnur!

    Annars vegar:
    Það má spara helling af peningum með því að hafa ekki flugmenn á sjúkraflugvélum – en láta bara flugvirkjann sjá um þetta. Þeir vita hvað allar skrúfurnar og rærnar heita.

    Það má einnig spara umtalsvert með því að láta sjúklingana ýta sjúkrabílunum…

    Og hins vegar:

    Tímaritið “Quale Quarterly” var gefið út í varaforsetatíð DQ og ekki lét hann það á sig fá – heldur hélt áfram að bulla eins og ekkert hefði í skorist. Árum saman.

    ÓlaFi er ekki vandara en honum.

  2. Varðandi söngelsku sjónvarpsleysingjana:
    Búa þeir á vernduðu sambýli?

  3. Það eru til fleiri útgáfur af svona friðelskandi fólki sem býr í kommúnum og trúir á þessa hluti sem þú tíundar, ein útgáfan sem hefur náð hvað mestri útbreiðslu býr í svokölluðum klaustrum, hvað ætli krúttkynslóðinni finnist um það?

  4. Þetta er hræðilegt – lög gerast ekki mikið verri. Ég vona að þau verði sett á sambýli og það sem allra fyrst, þ.e. ef þau eru ekki þegar komin á eitt slíkt.

  5. Mig skal ekki undra þó fátæklegt sé um að litast í sálarlífi ykkar. Það er alveg sama hversu marga fundi þið farið á, hversu margar uppbyggjandi bækur þið lesið, hjarta ykkar kemur aldrei til með að dæla neinu öðru en ástlausum óþverra. Svona er það bara.

  6. Kötturinn minn hún Þórkatla yfirgaf mig. Ég er í sárum yfir þessu. Það er ekki von til að þið vitið hvað það er að láta sér þykja vænt um eitthvað annað en rassaborugatið á sjálfum ykkur. Nei, hvernig getið þið mögulega vitað það, þið sem ekki þekkið fegurð lífsins, þó ykkur sé snýtt upp úr henni.

  7. Meistari Sigurður, mig langar í það sem þú hefur verið að reykja, bara til þess að mér geti fundist þetta lag skemmtilegt, en ég er því miður alveg hættur þeirri skemmtilegu iðju, ég sem reykti 2-3 pakka á dag. En ég samhryggist með hana Þórkötlu, ég vona að þú finnir ástina fljótlega aftur, ég hef heyrt að hana sé að finna í 101, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

  8. Nú jæja, fyrst þetta var eftirlætislagið hennar Þórkötlu sem hefur svo framúrskarandi góðan smekk á tónlist, ætli ég verði þá ekki að taka til baka orð mín um þetta lag og þetta band.

    Þetta er alveg magnað lag og magnað band. Ég myndi skipta út sjónvarpinu fyrir þennan disk hvenær sem er og hvar sem er!

  9. Ég skil….
    Þú lentir s.s. í skilnaði og varðst fyrir andlegum mótbyr?

    Siggi minn, flyttu bara til þeirra!

  10. Fínt lag, hljómar eins og eitthvað örlí K-Records stöff.

    Mikið er ég annars pirraður yfir heilagleika þess að eiga ekki sjónvarp, mimimi, og ítreka enn og aftur: Er ekki meira sósjal að horfa SAMAN á sjónvarp (sem þarf ekkert endilega að vera einhver raunveruleika-froða eða 3ja flokks sápuópera – getur þess vegna verið góð kvikmynd, fræðsluefni eða góð sjónvarpssería) en að lesa einn bók úti í horni?

  11. En að lesa bók upphátt fyrir þína heittelskuðu? Svo á ég meira við þegar öll samskipti eiga sér stað fyrir framan sjónvarp, eins og er mjög algengt í nútímasamfélagi. Þegar ég var að alast upp, þá var þartilgert sjónvarpsherbergi og var það nánast hátíðleg stund þegar fjölskyldan kom þar saman til að horfa. Núna, þegar maður fer í heimsókn, þá er sjónvarpið inn í stofu og haft í gangi til að hafa ofan af fyrir gestum.

  12. Siggi. Reyndar. Þetta er svona Tilsammans dæmi þetta lag. Ég veit ekki. Kannski fóru þau svo í trekant eftir upptökuna og í ristilskolun og hörbollubakstur? Ha? Oj!

Comments are closed.