Once Upon A Time In America

[MEDIA=52]

Þarna má sjá Jennifer Connelly í einu af sínu fyrstu hlutverkum.

David ‘Noodles’ Aaronson njósnar um æskuástina sína, Deborah. Henni er fullkunnugt, að á sig er horft. Það vantar reyndar upp á þetta atriði, en í endann á dansinum afklæðir hún sig til að stríða Noodles.

Ennio Morrocone á í henni alla tónlist. Einhver mistök í skriffinnsku urðu þó til að hann var ekki hafður með á Óskarnum þetta árið(1984). Hann hefði hreppt eitt stykki er ég viss um, enda er hér um listasmíð að ræða sem unun er í áhlustun. Samspil tónlistar Morrocone og myndmáls Sergio Leone hafði áður skapað frábæra stemningu í öðrum myndum eftir leikstjórann og ber þar að nefna The Good, Bad and The Ugly, ásamt hinum dollaramyndunum.

Once Upon A Time In America verður hér ekki tíunduð frekar, en allir sem hafa áhuga á myndum um skipulagða glæpastarfsemi, ættu ekki að láta það fréttast út að þeir hafi ekki séð þessa mynd.

Hér gefur svo að líta trailer úr þessu síðasta meistarverki leikstjórans Sergio Leone.

[MEDIA=53]

4 thoughts on “Once Upon A Time In America”

  1. Mæltu manna heilastur Sigurður. Hversu oft fórum við ekki yfir þetta meistarastykki saman?

    Sá hana í tveimur pörtum í Sambíóunum í Mjódd 1984 og féll gjörsamlega fyrir leiknum, plottinu og tónlistinni. Get lýst því yfir að þetta er uppáhaldsmynd allra tíma hjá mér.

    Twin Peaks kom svo síðar…mmmmmmmmmm…
    hvílíkt gúmmulaði.

Comments are closed.