bíó log

Margar eðalmyndir í boði þessa daganna.
Ég stend upp og klappa fyrir Adam Sandler, en fram til þessa þá hef ég ekki þolað hann.
Myndin er Punch * Drunk Love.
Philip Seymour Hoffman bregður fyrir og er hann á leið í þann hóp karlmanna sem að ég myndi sænga hjá ef ég væri þeim megin við borðið.
Myndir með mr. Hoffman sem að ég hef séð undanfarið:

25th hour
Hoffman í essinu sínu sem akademíurola

Love Liza
Hoffman í hlutverki forritara sem að reynir að jafna sig á lífinu eftir að konan hans fellur fyrir eigin hendi.

Allt eru þetta myndir vel til þess fallnar að ýta manni aðeins lengra út á krossgötur sturlunar.

“Mér var hafnað í skóla, heimilinu og svo síðar meir í vinnunni.”
Haft eftir viðmælanda Jónasar Jónassonar í kvöldþætti hans ‘smu í reykjavík.’

Samhengislaust og umfram allt verðlaust þvaður

Öskurapar Reykjarvíkurborgar kveða sér til hljóðs.
Glugginn er opinn og vesalingarnir fyrir utan eru opnir í alla enda.
Stríðsóp á vígvelli kynjanna, flöskur og smygluðum bjórkönnum er þeytt í gangstéttina í hita leiksins.
Að búa á laugarvegi er samt með eindæmum skemmtilegt þó að ég neyðist til að troða ‘buttplug’ í eyrun á mér til að ná værðarsvefni um helgar.
En þetta er samt viðrinislegt þetta skemmtanalíf þegar maður fylgist með þessu úr þægilegheitum síns eigin heimilis(sanctuary.)

Það er ekki í eina skiptið sem að mér kemur þetta til hugar.
Hvað ætli það sé sem að kemur fólki til í töluðu máli.
Hvað er það sem að gerir það að verkum að sjónvarpsprestar ná til áhangenda sinna.
Hvað er það nákvæmlega í ræðu sjónvarpsprests sem að kveikir í hlustandanum sem að gerir það svo að verkum að honum finnst hann vera kominn í höfn og skip hans sé reiðubúið að landa.
Og hvers vegna í ósköpunum fylgir þessum jesúkalli allt þetta falska gítargutl tónlistarhryðjuverkamanna.
Hvað er það í töluðu máli þeirra sem að hafa fengið fólk til að vera sér fylgið sem að vegur það þungt að heil þjóð tekur sig til og er einum manni fylgið.
Er þetta örvænting sem að ræður þarna ríkjum eða eitthvað annað?
Ég hef að sama skapi velt því fyrir mér hvað ég hefði gert hefði ég verið uppi á tímum Þýskalands nasista.
Hefði ég orðið upphrifinn og ákveðið að fylgja Hitler í einu og öllu.
Tíðarandinn var viðbjóðslegur og ‘normið’ var að drepa alla þá sem að voru baggi á samfélaginu.
Hefði ég tekið mig til, sinnt herþjónustu uppfullur af trú á þriðja ríkið, gengið í verk eins og að útrýma geðsjúkum og þroskaheftum?
Hefði ég látið glepjast?
Hitler gaf þegnum sínum von. Gefðu einhverjum von og þú getur látið þann hinn sama dansa eftir þínu höfði eins og þig lystir. Eða hvað?
Ég veit að ég er ekki svo fylginn því sem að þykir fínt hverju sinni, en undir nógu miklum þrýstingi og vansæld er ég til með að láta undan, – láta undan lífinu.
Jæja ég er farinn að hljóma eins og nafni minn hjúkka sem að er svosem ekkert til að skammast sín fyrir.

Mental sót

Vill svo skemmtilega til að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að horfast í augu við gamla útgáfu af sjálfum mér.

Ég get fullvissað hvern svo sem þetta les að það var engin glæsisýn, án þess að ég reki það nánar hverju það sætir.
Í framhaldi af því!!!
Getur verið að ég sé orðinn það háður alnetinu að mér er fyrirmunað að missa það niður svo nokkrum mínútum skiptir.
Eru eðlilegt hjá fullorðnu “karlmenni” að froðfella eins Cujo yfir nokkrum mínútum af netleysi.
Er þetta jafnmikið ‘norm’ og ég taldi gamla lifnaðarhætti mína á sínum tíma.
Ja, – svei attann með hæfilegum skammti af tussumfrussi ef svo er ekki.
Einu sinni heyrði ég af manni sem að var að byggja upp í Grafarvogi voða fínt og flott hús. Hann átti konu, tvö börn og var í þokkalegri vinnu.
Hann missti þetta allt út úr höndunum vegna sjúklegrar netnotkunar og endaði uppi vinalaus og illa þefjandi á verri götum borgarinnar.
Ég veit ekki hvað þessi maður var að gera á netinu, – hvort að netleikir hafi orðið honum að falli eða eitthvað annað.
Stundum þegar netið er borið á góma í mínum analaffallaklúbb þá gera flestir fastlega ráð fyrir því að það eina sem að hægt sé að gera á netinu sé að synda um í klámi og bröndurum sem að aðeins félagsmálakellingar og annað ógæfufólk skilja.

Ég segi veiiiiiii!!!
Veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!
VEIIIIIIIIIIIIII YKKUR(hysterískt öskur)

Þessi pistill var í boði Björns Bjarnasonar

Gaman

Ég er ennþá svo eftir mig að ég hef ekki séð mér það fært að þrýsta niður lykli.
Enda hverjum er hagur í því að ég láti eitthvað frá mér fara.
Er þetta ekki allt jafn verðlaust?
Nema kannski þeir sem að blogga um stjórnmál, eða halda til haga dagbók barnanna.
Hvers virði er í heimi hér að halda það virkilega að eitt orð í hafsjó gagnsleysra upplýsinga hafi eitthvað að segja.
Þarf ekki einhver að taka sig til og ritskoða þessa þvælu.
Þarf ekki bara heila helvítis nefnd til að fara í gegnum rjómann af þessari djöfulsins vitleysu gárunga og flautaþyrla.
Það er í það minnsta ekki leggjandi á einn einstakling að lesa sig í gegnum þetta, – því að sá hinn sami á sér spítalavist örugga. Já – svei og rassgat, í heitasta hel skaki á þér hörmungarél.
/me tekur niðrum sig og múnar niðursetninga þessa lands.

Háraknjúkavirkjun.

Maður fær sko aldrei nóg af þessum virkjunarmálum. En mikið er gott að þurfa ekki að fara út úr húsi til að taka þátt í mótmælum. Mikið væri nú reyndar gott að þurfa aldrei að fara út úr húsi… eða…

“Be careful what you wish for mister!”

Bad Hairday

Ég ólst upp í herbúðum sunnan og norðan við skítalæk. Herforinginn var móðir mín og tókst henni að temja í mér sómasamlega íslensku og á hún þökk fyrir.
Vissulega fylgir böggull skammrifi.
Það skilja mann tildæmis ekki allir.

Þegar ég var 18 ára eignaðist ég loksins kærustu.

Vesalings stúlkan bjó ekki að neinni íslenskukunnáttu. Málfræðileg slæmska og takmarkaður orðaforði urðu til þess að ég varð að biðja hana um að yfirgefa svæðið.
En hversvegna er ég að velta þessum hlutum fyrir mér, kannski í kjölfarið á því að góðvinur minn ætlaði að fara að ‘skera upp herör’ þegar ég stoppaði hann af.
Ég á ekki marga slæma hárdaga og er ég farinn að prísa mig sælan, – lífið getur nú víst verið nógu flókið þó að slæmir hárdagar komi ekki í veg fyrir létta lund.
En stundum á ég daga í hreinræktuðu helvíti sem að mætti líkja við slæma hárdaga.
Það eru þeir dagar sem að ég get ekki talað íslensku klakklaust.
Það er sama hvað ég reyni.
Ég fallbeygi vitlaust, nota slæm samhengi og umfram allt þá fer orðaforði minn niður fyrir frostmark.
Þetta eru þeir dagar sem að ég vill helst ekki fara út úr húsi.

En ég get lengi á mig blómum bætt svo mikið er víst, en að finna sér konu sem að talar þokkalega íslensku er svo til ógerlegt.

Ahhh, ertu örugglega búinn að sjá litla auglýsingaklippið sem að ég og Mike Pollock bjuggum til í video tíma. Mike sagði þegar að klippingum var lokið “you’re hired.” Og svei mér þá, ég held að þetta sé það fallegasta sem að fullorðinn karlmaður hefur sagt við mig í mjög langan tíma.

La Clippzora
La Codeca
Ekkert í þessu bloggi er marktækt

Af óbjóði og viðbjóði.

Mér til mikillar skemmtunar sá ég 25th hour í gærnótt, – nýjustu Spike Lee jónuna.
Mér finnst fátt yndislegra en að horfa einn á gæðamyndir í skugga nætur með drykkjuskarkala laugavegsins sem bakgrunnsmúsik.
Íslenskir bolar og litlar uppáklæddar gálur – öskrandi, syngjandi, skríkjandi, tístandi eða hvað það nú er sem að þau eru að gera til að fá uppreisn æru.
Já, ég get ekki neitað því en mér finnst notalegt að heyra í þessu fólki þar sem ég sit í þægilegheitum míns eigin heimilis með kakóbolla og stafla af pönnukökum og horfi á gæðamynd, edrú með nýuppvaskað rassgat. Það er svo gott, lætur mér líða vel innra með mér – já uhhhhh…. ahhhh…. ohhhhh…. *spritze* .

Í myndinni fer Edward Norton í gegnum tjekklista þeirra sem að hann hatar og endar á sjálfum sér. Þvílíkt og annað eins, ef að maður pælir aðeins í kultúr mismuninum á Reykjavík og New York, – og þær týpur af fólki sem að hægt er að hatast út í á hvorum staðnum fyrir sig. Ég hugsa mikið um þetta, kannski vegna þess að hluta til langar mig út til búsetu og náms, – einnig spila tilfinningatengdir hlutir þar inn í.
Við í íslensku samfélagi eigum hinsvegar okkar týpur og okkar þjóðfélagsstéttir sem að eru alveg sér á báti hér í heiminum, – og allt þetta er hægt að leggja fæð á ef svo ber undir, en maður skal alltaf enda upptalninguna á sjálfum sér!
Það er fátt eins óskynsamlegt og smáborgaralegt – og að gubba yfir allt og alla því að allir aðrir en maður sjálfur eru svo ómögulegir, – flestir fara reyndar í gegnum lífið með þessu viðhorf í farteskinu.
Fuck you very much!

Gjössu vel Longhorn, – hér er langt nef!

Ein af verri martröðum mínum og framtíðarspám.

Í heimi á leið til helvítis(enn og aftur komið að vendipunkti.)

Ef einhver hefði hug á því að pína mig til sagna um eitthvað sem að ég kynni að vita, – þá þyrfti sá hinn sami ekki að gera neitt annað en að loka mig inn í litlum klefa og spila fyrir mig atferlishljóð úr windows stýrikerfinu.
Ég myndi umsvifalaust leysa frá skjóðunni og segja viðkomandi allt sem að hann hefði hug á að vita og hluti sem að eru málinu jafnvel algerlega óviðkomandi.

Farið varlega í þessa betu sem að þið sjáið á myndinni, – því lengi getur vont versnað.

En er maður samt ekki betur til þess fallinn að gagnrýna stýrikerfi þegar maður sjálfur er nógu kunnáttumikill til að jafnvel smíða sitt eigið kerfi. Ekki hugmynd, eftir því sem að ég best veit þá á Bill karlinn Gates ekki eina línu af kóða í þessum vörum frá 1985-2003, en guð minn almáttugur – ég veit ekki allt!

Kommienezuspadt

Súrlistaverka-wannabíið er gert public hér með.

Hvet ég alla raunverulega áhugamenn/menningarkima að glenna upp augun og nugga menningarbrúskinn á meðan þið bufferið þetta.

korter í kommienezuspadt

Stuttmyndin er um tvo einstaklinga sem að ná einstökum tjáskiptum fyrir tilstilli kommienezuspadt, – hugljúf tvísýn saga úr íslenskum raunveruleika.

ACHTUNG!!!

-Listaverkið er einskis virði án hljóðs!