Síðsumargeðveiki

Nú, er halla tekur sumri, ólgar brjálæðið innan í mér. Brjálæðið kraumar alltaf þarna undir niðri, en með vísindalegum aðferðum, og er ég þá ekki að tala um efnafræði, næ ég að halda því niðri. Þessa daganna, í íslensku samfélagi, bullsýður á sálu minni, þannig að óþolið, óumburðarlyndið, pirringurinn og aðrar ódyggðir skapgerðar minnar slettast í allar áttir. Ég eiri mér ekki og langar mest til að öskra. Ég hef fengið nóg af þessu þjóðfélagi. Þessari fangaeyju út í ballarhafi, og þegnum hennar, sem hafa í gegnum tíðina lifað á ömurlegum hugmyndum um hvað það er að vera maður. Til andskotans með ykkur. Þessi ólukka sem dynur á þjóðinni er verðskulduð. Hún er til sannis um að ef þú kemur illa fram við náungann, snýst hann að lokum gegn þér. Sem er nákvæmlega það sem gerst hefur. Hégómafullu nýríku fávitar, erindrekar Íslands, skítaháleistar gúmmílýðveldisins. “#/%!#!#(!!%#!

Myndin Into the Wild hefur verið mér hugleikin síðan ég sá hana fyrir ári síðan. Myndin, eða saga myndarinnar er umdeild, og varla til sú sála sem ekki hefur einhverja skoðun á henni. Það er besta skemmtun að renna í gegnum umræður á imdb henni tengdar. Allavega skemmtilegra en að lesa innantómar hótanir/athugasemdir á eyjunni. Undanfarna daga hefur mig mikið langað til að taka “Into the Wild” á þetta líf. Hverfa sporlaust í burtu frá þessum leikarskap. Hætta að lifa eftir reglum sem eru smíðaðar af eiginhagsmuna runkkörlum sem heimta virðingu til að þeim líði eins tilvera þeirra sé einhvers virði. Stærra hús, flottari föt, fleiri háskólagráður, kraftmeiri og dýrari bíl, vera meira indí, kúl, ríkari, fátækari, massaðri, tanaðri…. Til fjandans með allar þessar vonlausu hugmyndir. Maðurinn er ekki það sem hann er í augum annarra. Hvað um það:”Into the Wild”. Ég færi af stað strax í dag ef Eddie Vedder væri fáanlegur til að fylgja mér eftir með kassagítar og syngja söngva um hvað samfélagið er sjúkt. Hann virðist geðugasti piltur, hann Eddie Vedder. Ég tæki að vísu með mér plöntubók, kort, hníf og fleira sem gæti komið sér vel í villtri náttúrunni. Hvaða villtu nattúru ég vil svo þrífast og mögulega deyja í, er svo önnur spurning. Ekki má vera of heitt og ekki of kalt.

Stundum eru dagdraumar eina leiðin til að halda sér á floti í lífsins ólgusjó.

Eddie Vedder – Society:

[media id=224]

5 thoughts on “Síðsumargeðveiki”

  1. Stórkostleg kvikmynd er hún Inn í óbyggðirnar. Einnig er ég hjartanlega sammála hugleiðingum þínum. Mér finnst jafnvel eins og ég hefði geta mælt þetta, (þó ég hefði aldrei gert það). Þetta er vel.

  2. Siggi, suðurríkin eru rosalega vel til þessa fallin. Ekki bara vex bómull á hverju strái heldur er fullt fang nytjajurta ávallt á útsölu í Kroger og þar ganga beljur, kindu, svín og aðrar skeppnur lausar í freðkössum alskonar. Hættu að róa dauðann úr skel á fangaeyjunni og tak stefnuna yfir Atlandstjörnina. Ég fer strax niður á bruggju til að undirbúa komu þína, ætlarðu að koma að ströndinni eða upp Mississippi?

Comments are closed.