stuð stuð stuð

Hér sit ég heima á föstudagskvöldi og háma í mig Ágústu Johnson spelt hrökkbrauð. Ef einhver gæti vinsamlegast séð aumur á mér og slegið mig af, þá yrði ég viðkomandi óendanlega þakklátur.

They shoot horses; don’t they?

3 thoughts on “stuð stuð stuð”

  1. Ég finn alla vega til með þér..Vertu nú samt ekki svona harður við þig elsku vinur.. Skelliru þér ekki bara í ísbúðina á morgun, á fallegum laugardeginum, og færð þér svona sykurlaust gúmmelaði í dollu með röri, var það ekki ágætt?

    Hver þarf sykur þegar maður hefur svoleiðis vellystingar? 🙂

  2. Þetta er ekki svona hræðilegt. Nú er kannski leiðinlegt en á morgun verður gaman, þá förum við þrjú (þú, MV og ég) í bæinn eins og fínt fólk og verslum gjöf. Annað kvöld hámum við svo í okkur meinhollar snittur og súpum kaffi í vellystingum. Ég vona bara að þú setjir á þig maska og klippir táneglurnar í þessum leiðindum í kvöld og mætir galvaskur til leiks á morgun.

Comments are closed.