Svíþjóð fyrr í dag – myndband

[media id=233 width=520 height=290]

Í dag dauðleiddist mér lífið og hefði helst bara viljað vera dauður. Til að lyfta mér á kreik skrapp ég yfir lækinn til Svíþjóðar. Allt er gott í Svíþjóð meðan Danmörk er viðbjóður. Allir voru vinalegir og fullir af fölskvalausri gleði. Ég fékk mér fair trade kaffi og ökkólógíska pönnsu með jurtarjóma. Ég brá mér á salernið, og svei mér þá, þar var allt svo dásamlegt. Í hátalara var falleg músik og skilaboð til mín um hvað ég get gert til að verða að betri og meðvitaðri manni. Já, Svíþjóð er fullkomin. Þegar strætisvagn keyrir um göturnar hljómar kvenmaður í hátalarakerfi utan á honum sem segir eitthvað fallegt á sænsku. Svo er sænska miklu fallegra tungumál en danska og þegar Svíar tala ensku þá hljóma þeir ekki eins og þeir vilji þukla á þér lærin.

4 thoughts on “Svíþjóð fyrr í dag – myndband”

  1. Jú mikið rétt, svona er allt himneskt í henni Svíþjóðinni.

Comments are closed.