They shoot horses don’t they.

yawn.jpg

Þá hefur það verið gjört opinbert, að ég er orðinn gamall kverúlant sem hefur dálæti á köttum. Enn og aftur dettur mér í hug titill á bíómynd sem ég sá þegar ég var krakki, hún hét They Shoot Horses Don’t They. Mikil átakasaga um par sem tekur þátt í maraþondanskeppni á kreppuárunum. Þátttakan, er þeirra eina von um að komast af, því í vinning eru vegleg peningaverðlaun. Þegar þau svo vinna ekki keppnina, biður konan – sem er leikin af Jane Fonda – manninn um að skjóta sig í hausinn. Hann í örvæntingu sinni verður við beiðni sinnar heittelskuðu. Titill myndarinnar er svo tilvísun í eftirfarandi díalók:

Policeman: Why’d you do it, kid?
Robert: Because she asked me to.
Policeman: Obliging bastard. Is that the only reason you got, kid?
Robert: They shoot horses, don’t they?

Ef ég man rétt, þá var mér vísað út úr sjónvarpsherberginu, þegar Robert lét vaða. Það var til siðs á mínu heimili, þegar ljót atriði voru í bíómyndum, að skipa mér fram á gang á meðan. Þetta gekk þó ekki upp í öllum tilfellum, því foreldrar mínir sáu tildæmis ekki fyrir atriðið í The Picture Of Dorian Grey, þegar Dorian Grey afhjúpar málverkið af sjálfum sér upp á háalofti. Það atriði er ör á barnæsku minni og mig hryllir ennþá þegar ég hugsa um það.

3 thoughts on “They shoot horses don’t they.”

  1. Mig minnir að einn þátturinn af SATC heiti sama nafni og þessi færsla. Ó elskulegu SATC.

    Þessi köttur er hrikalega sætur. Þú átt gott að hann heimsæki þig.

  2. Hann hét reyndar They shoot single people, don’t they(ef það væri nú víðtekin venja, oh well), en er einmitt útfærsla á titil þessarar frægu myndar.

Comments are closed.