Títtumræddir tveir og tveir

Eftirlæti mitt á þeim árum sem myndin kom út. Ég tala ekki með óæðri endanum, þegar ég fullyrði að ég hafi séð hana minnst 50 sinnum. Ég var gersamlega hugfanginn af henni; það skal engan undra þegar lagðir eru saman títtumræddir tveir og tveir.

Hvaða mynd er þetta?

[MEDIA=48]

23 thoughts on “Títtumræddir tveir og tveir”

  1. Það er eitthvað svipað dæmi á Prodigy “Music for the Jilted Generation”. Karlinn segir: I´ve decided to take my work underground for a while……….Þetta er sami maðurinn sem er að tala í þessari upptöku.

  2. Nei, ekki Fright Night. Agnes Jóns? En hvað er að gerast eftir að maðurinn klárar díalókinn og lagið byrjar? Það er eitthvað meira en lítið undarlegt.

  3. Já Agnes Jóns. Sko þetta gæti verið einhver hryllingsmynd. Nightmare on Elm Street? Samt eitthvað svo undalega líkt röddinni í Christopher Lambert

  4. Christopher Lambert er með of sterkan hreim til að geta verið þessi maður. Ég varð svo einlægur aðdáandi Nightmare on Elmstreet myndanna nokkrum árum síðar. 🙂 Ef þú spilar þennan hljóðbút fyrir eiginmann þinn, þá efa ég ekki að hann viti hvaðan nokkrir tónar í þessu klippi eru ættaðir. Þeir tónar eru nefnilega nokkuð algengir í myndum eftir þennan mann.

  5. Þetta er seiðandi og ógnvekjandi í senn –
    Ég þekki brassstefið en svo fer ég að hugsa um sorphreinsunarmenn…

  6. Vísbending: Leikstjóri myndarinnar er frægur fyrir frumsamda tónlist í myndum sínum.

  7. Mikill andskotans snillingur ertu! Það stemmir, leikstjórinn er John Carpenter. 🙂

  8. Christine var það og GHs er enn og aftur búinn að drita úr vélbyssu í fótinn á sér.

Comments are closed.