Dah dah dahhh dahh dahhhhhhh

Þegar ég var strákalingur, vorum ég og besti vinur minn í gervöllum heiminum miklir kvikmyndalúðalabbar. Fátt annað komst að en kvikmyndir, tæknibrellur, framúrskarandi leikstjórar og skæslegir leikarar. Ég hafði reyndar talsverðan áhuga á stelpum líka, en ég hélt þeim áhuga algerlega út af fyrir mig, enda þótti sá áhugi veikleikamerki. Seinna komst ég reyndar að því að það er sannleikur.

Til að stytta okkur stundir, hittumst við heima hjá öðrum hvorum okkar og lögðum fyrir hvorn annan kvikmyndagátur. Annar hafði þá yfir að ráða kvikmyndahandbók sem hann spurði hinn upp úr. Tildæmis: Í hvaða mynd léku John Cassavettes og Kirk Douglas saman í og hver leikstýrði þeirri mynd? Í dag er auðsótt fyrir hvern sem er að fletta upp öllu gúmmilaðinu á internet múví databeisnum stóra og fína, en á þessum tíma voru þessir getraunaleikir okkur mikil áskorun.

Þessi æskufélagi minn, óx líkt og ég upp úr grasi og við héldum hvor í sína áttina. Ég hef margsinnis fyrirhitt fólk með kvikmyndaáhuga, en enginn hefur haft burði til að leika þennan leik með mér. Ég freistast því til að svala þörf minni hér á vefsetri mínu. Ég geri mér grein fyrir að fyrsta spurningin – að því gefnu að ég komi með fleiri spurningar – er skítlétt.

Úr hvaða mynd er þetta stef?

[MEDIA=47]

12 thoughts on “Dah dah dahhh dahh dahhhhhhh”

 1. Í kjölfar þessarar prýðismyndar vaknaði sú spurning hvort maður sjálfur hefði þegið að fara með geimskipinu, vitandi af því að það færi aðeins aðra leiðina. Jú, er það ekki?

 2. Þetta er örugglega … æiii hvað heitir helvítis myndinn þar sem leikið er á Selló og svo fór helvítis tölvan að herma eftir helvítis Sellóinu?

  Hey, ég er alvarlega að spá í að endurskíra helvítis köttinn minn!

  Og hann skal þá heita Siggi!

  Ástæðuna veit ég ekki!

  En mér finnst það skemmtileg tilviljun að mig langi til að heiðra helvítis köttinn minn með því nafni …

  … hvar ætli Prósakkið mitt sé núna?

 3. Nei, þetta er ekki Electric Dreams, skemmtilegt að þú skulir nefna þá mynd. Nú sönglar í hausnum á mér titillag þeirrar myndar. Gjörið svo vel: Phil Oakley – Together In Electric Dreams. Kötturinn sem tekur reglulega hús á mér heitir nú Þórkatla, í höfuðið á tannlækninum mínum.

 4. Það þarf náttúrulega ekki að nefna það aðég ein gat þetta eins og skot í vinnunni minni. Annaðhvort er ég systir þín eða algjör snillingur, nema að hvorutveggja sé.

 5. Hey..Ég vissi hvað mynd…Og ég er örugglega yngst af ykkur..

  Það fyrsta sem kom í huga mér var Richard nokkur Dreyfuss að missa sig með kartöflustöppuna við kvöldmatarborðið hjá huggulegu, mjög svo amerísku fjölskyldunni sinni..

  Ein flottasta SCI FI mynd síns tíma að mínu mati..

  Yndisleg mynd sem ég verð að sjá aftur.

 6. Fyndið!! Stórmerkilegt ég er einmitt að hræra í risastórum potti af kartöflumús, langar helst að hella henni á gólfið og byrja að móta fjall á hádramatískann hátt úr henni…….minnir mig líka á Simon tækið sem var til á öllum betri félagsmiðstöðvum hér í den.

  Þakkir, og muna 10,11 0g 12 siggi

Comments are closed.