Twin peaks ferð 2008

Þá get ég haldið óhindrað áfram, án þess að það sé endalaust verið að grípa fram í fyrir mér.

Hefst þá pistillinn.

Ég hef verið Twin Peaks böff síðan gamall vinur presenteraði fyrir mér þættina í kringum 1990. Við í sameiningu marineruðum í þessu gúmmilaði. Aldrei hafði sést eins frískandi sjónvarpsefni.
Áður en að hinn uppátækjasami grallari David Lynch, ásamt Mark Frost, sem framleiddi þar á undan Hill Street Blues, hófu framleiðslu þáttanna, -þótti ekkert sérstaklega fínt að gera efni fyrir sjónvarp. Þeir sem unnu í sjónvarpi, voru mestmegnis fallnar stjörnur, aukvisar og niðursetningar. David Lynch, sem er ákaflega nýjungagjarn maður, umbylti miðlinum og ruddi leiðina fyrir frumlega og metnaðarfulla dagskrárgerð. Á undan Twin Peaks, voru hápunktar í sjónvarpi The Golden Girls og Love Boat. Þess ber að geta að ekki má nefna The Golden Girls í mín eyru án þess að upp komi í hugann myndarlegt búrsax og uppstoppaðir fuglar; Love Boat er svo dallur sem ég vona að hafi sokkið með alla innbyrðis.

Síðustu ár hefur mig langað á svokallaða Twin Peaks ráðstefnu. Ráðstefnan er ekki ósvipuð Star Trek ráðstefnu, nema þemað er Twin Peaks. Þykir þá flott og skæs að klæða sig upp eins og ein persónan í þáttunum og leggja á minnið nokkrar góðar tilvitnanir. Ég er ekki að fara á svona ráðstefnu, en ef ég færi, þá færi ég sem konan með lurkinn.

Ég er hinsvegar að fara í ferð til Washington fylkis þar sem Twin Peaks þættirnir voru sumpart teknir upp.

Hér gefur að líta brotabrot af því sem ég kem til með að skoða.

Fyrri myndin er úr þáttunum, sú hin seinni úr veruleikanum.

1_welcome.jpg

Snoqualmie, WA – “Velkominn til Tvídranga” skiltið úr innganginum.

2_ronette.jpg

Snoqualmie, WA – Reinig Bridge – Þar sem Ronette Pulaski finnst í tættum tötrum eftir hafa verið týnd.

3_sheriffsdep.jpg

Snoqualmie, WA – Lögreglustöðin.

4_bird.jpg

Kiana Lodge’s – Fuglhelvítið úr intróinu. Ströndin þar sem Pete finnur Laura Palmer “wrapped in plastic” er á sama stað.

5_rrdiner.jpg

North Bend, WA – Yndislegi double R, dænerinn, heitar bökur og eðalkaffi.

6_great_northern.jpg

Snoqualmie Falls Lodge – The great northern, hótel Ben Horne.

Ferðina fer ég rétt fyrir páska. Þá verður gaman, núna er hinsvegar drepleiðinlegt.

11 thoughts on “Twin peaks ferð 2008”

  1. Sjitt, þetta verður súperferð, það er á hreinu. Hvaðan eru þessar samanburðarmyndir eiginlega?

    Mæli sterklega með svona “ráðstefnum”, ég fór með konunni á San Diego Comic Con í sumar, það var alveg geigvænlega gaman.

  2. Pétur: Ertu að leyfa Sverri Stormsker að nota tölvuna þína til að skrifa stjúpid komment? Eruð þið sálufélagar?

  3. við erum reyndar frændur en hann hefur ekkert komið hingað þú verður að rýna eitthvað betur í njósnabúnaðinn held ég!

  4. Þú getur ekki verið konan með lurkinn. Ég verð konan með lurkinn. Það geta ekki tveir verið konan með lurkinn. Konan með lurkin var bara ein kona með einn lurk. Ef það hefðu verið tvær konur með tvo lurka eða fleiri konur með fleiri lurka hefði verið talað um konurnar með lurkana. Ekki konuna með lurkinn.

  5. mmmmmm…..Fáskrúðsfjörður.
    Hvernig væri það?

    Siggi, við gerum Fáskrúðsfjörð – tribute to TwinPeaks.

    …og ég fæ að vera vintage-útgáfa af litlu læknisdótturinni.

  6. Ég ætla EKKI að segja “þú veist ekki hvað ég öfunda þig mikið”.
    Þú veist það nefnilega upp á hár hehe. Fuglhelvítið kveikti gamlan fiðring, Great Northern og allt þetta dót. Algjör klassík. Ég mun fylgjast spenntur með fréttum af þessu ferðalagi.

Comments are closed.