Stangveiðiblogg

Einhverra hluta vegna fæddist ég karlkyns. Ég hef ekki neina skoðun á því hvort kynið ég hefði valið mér, hefði einhver sýnt mér þá lágmarkskurteisi að spyrja áður en mér var plantað hér á þessa jörð. Kannski var ég spurður, en hef ekki hugmynd um það. Ekki kann ég heldur á því fræðilega skýringu hvers vegna ég fæddist karlmaður. Eitt veit ég þó, að ekki er tekið út með sældinni að vera karlmaður, einfaldlega vegna þess að sú kvöð fylgir að karlmaður hafi áhuga á úrval alveg sérstaklega leiðinlegra áhugamála.

Eitt af því er stangveiði.

Stangveiði, er án efa eitt það órómantískasta af öllum órómantískum athæfum mannskepnunnar. Það er fátt eitt eins ókynþokkafullt(er þetta orð?) og einhver ístrubelgur standandi út í miðri á í þartilgerðum vaðstígvélum með stöng í hendi. Stangveiði er því – ásamt öðrum áhugamálum sem þykir hefðbundið að karlmenn tileinki sér – eitt af því allra leiðinlegasta sem ég hef nokkurn tímann á ævinni prufað.
Stangveiði er svo ógeðslega leiðinleg að þegar ég prufaði þessa mjög svo karlmannlegu “íþrótt” þá var ég hálfpartinn að vona að ég – fyrir einhverja slembilukku – hrasaði í ánni og drukknaði. Ég fer aldrei aftur sjálfviljugur að veiða. Í rassaborugat andskotans með stangveiði og stangveiðimenn.

32 thoughts on “Stangveiðiblogg”

  1. Mér dettur í hug Bubbi Mortens, einnig kemur mér til hugar reðurtákn (stöngin) þannig að það er bullandi kynþokki í þessu sporti.
    En mér finnst þetta líka ömurlegt sérstaklega þó fyrir snobbið sem loðir við þetta eins og mý á mykjuskán!

  2. Þarf allt að vera rómantískt? Ég sé t.d. ekki mikla rómantík og alls ekki neina erótík við margt sem margar konur virðast tileinka sér, t.d. VERSLA. Eða er það ekki eitt aðal áhugamál hjá hinu kyninu?

  3. Já, það þarf allt að vera rómantískt, ef það er ekki rómantískt þá er það viðbjóður. Þannig er það bara.

    Ég hef enga persónulega reynslu af því hvaða kröfur eru gerðar á kvenmenn. Hvaða áhugamál eru talin vera við hæfi að tileinka sér, þegar maður er kvenmaður. Ég hef ekki orðið var við þrýsting innan karlasamfélagsins að ég versli eða gangi í réttum sokkabuxum, svo ég get lítið tjáð um mig um það. Ég verð þó að viðurkenna að ég er farinn að hafa meira gaman af því að versla og er af þessum sökum farinn að leggja ítrekað leið mína út í Kringlu til að ná andlegri slökun. Er ég í röngum líkama?

  4. nei nei Siggi minn þetta er allt í lagi þessar takmarkanir sem þú ert að tala um eru bara í hausnum á þér, það er öllum skítsama hvort þú ferð að veiða eða út í kringlu að versla!

  5. Já … það verður seint sem einhverjar lýs detta af höfði þér Siggi!

    Settu kommentið mitt inn aftur.

    Annars kæri ég þig fyrir Stígamótum – og þar á bæ er ekki allt kallað amma!

  6. Siggi!

    Settu kommentin mín inn aftur.

    Annars kæri ég þig fyrir Stígamótum – og þar er ekki allt kallað amma …

  7. Siggi!

    Settu kommentin mín inn aftur.

    Annars kæri ég þig fyrir Stígamótum – og þar á bæ er ekki allt kallað amma …

  8. Siggi!

    Settu kommentin mín inn aftur!

    Annars læt ég fólk vita að þú sért fæðingarhálfviti …

  9. Nú er hver að verða síðastur að verða sér út um réttindi til þátttöku í litla jólaleiknum okkar.

    Þáttökurétt hafa allir sem treysta sér til að vera ekki með einhver leiðindi – eða steinþegja ella!

    Dregið á aðfangadag.

  10. Það er engu líkara en æðri máttarvöld hafi gripið fram fyrir hendurnar á GHs. Svona er guð nú mikið fyrirtak.

  11. Guð á heima í kjallara.. Þar geymir hann ýmis leikföng einsog handjárn, svipu og kross

  12. Fyrst þú ert kominn í þennan gírinn fyndist mér nú rétt að þú tækir fyrir hvað það er karlmannlegt að eiga jeppa, ef þú ert aumkunarverður karlaður getur þú alltaf skroppið á næstu bílasölu og keypt þér jeppa og í öfugu hlutfallli við sjálfið bætt það upp með stærri dekkjum, svo ég geti pissað í mig af öfund yfir að eiga ekki svona svaðalegt tryllitæki.

  13. Ghs situr í dýflissu guðs þar sem flissið ríður rækjum.

    Siggi. Það er það sama sem gengur yfir mig. Ég er agalegur “kynblendingur”. Sjálfstæði mitt fælir held ég margann karlinn frá þó undrum þyki sæta að ég sé ei útgenginn.

    Í kvenheimum þykir krúttlegt að vera svolítið svona bjargarlaus. Það æsir karla. Þeim langar svo að hjálpa með karlhormónunum sínum. Hvað á að gera með konu sem kann að tengja heimabíó, skrúfa saman hillur með sínu eigin rafskrúfjárni , ráða iðnaðarmenn og leggja parket? Er maðurinn þá ekki bara tilgangslaus? Það hefur enginn notað Línu Langsokk sem rómantíska fantasíu. Bjargarleysi er málið. Að standa lítil og titrandi eins og Betty Boo og blaka augnhárunum, það er það sem virkar.

    Óháhugaverð og ósexí kvenáhugamál sem konur “eiga” að hafa af því þær eru af sínu kyni eru t.a.m. umræður um barnauppeldi og barneignir, brauðréttir, Friends, fatainnkaup og saumaklúbbar. Það er sko ekki úr mörgu að velja enda hafa konur engann tíma til að sinna áhugamálum þar sem þær hafa sjáðutil svo mikinn áhuga á barnauppeldi. Karlarnir eru á kantinum að gera mafíuhluti, spila póker og hafa áhugamál en konurnar eru heima að dubba sig upp og siða krakkana til. Svo fara þær með tímanum að halda framhjá af því þær verða jú að hafa áhugamál…

    Þetta er trikkí sjitt. Kannski erum við bara gay eftir allt saman? Já gay… waddayasay?

  14. ég legg til að maggabest og siggisiggibangbang skundi nú strax eftir jól í kynskiptiaðgerð hjá félögum mínum Christian Troy og Sean McNamara og hefji sambúð strax í kjölfarið.
    bestarinn getur þá spilað póker og neglt í veggi á meðan sigginn verslar í kringlunni!

    Ég get reddað afslætti ef þetta er spurning um peninga!

  15. Siggi minn.
    Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð!

  16. Nú eru tímamót í lífi mínu. Ég stend á krossgötum. Hér eru vatnaskil. Í fista sinn er ég í stóru eða smáu sammála Gísla Hjálmari. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hann veit ekki neitt. Megi hann skreyta umræðuþræði veflóks þessa sem lengst með fjarvistum sínum.

  17. Ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um að við frú Sigríður höfum verið síamstvíburar á öðru tilvistarstigi. Nú er hún bara talsmaður alls þess sem ég er of bæld til að segja.

    Frú Sigríður – slæmt að við skulum ekki vera hommar.

  18. hvað gerir homma að homma? eruð þið örugglega ekki hommar? kannski síamshommar?

  19. Aldrei fæ ég fullþakkað þér, kæra lipurtá (m.a.o. ertu í kjörþyngd? – what´s in a name og allt það…).

    Það sem ég hef ekki reynt til að átta mig á hvað það er sem hefur verið mér fjötur um fót til sálar og líkama frá fæðingu.

    Og svo kemur þú,eins og frelsandi engill,
    greinir vandann og skilar skýrslu!

    Auðvitað hef ég bara alltaf verið aðskilinn síamshommi! Að ég skildi ekki átta mig á því!

    Þakka þér, lipurtá, þakka þér kærlega – nú get ég snúið mér heil og óskipt að því að njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða.

    Please take me to the siamese gay bar…
    gay bar…gay bar…Újéeeeeeeeeeeeeeeeeeeee!!!

  20. Siggi djöfull!

    Settu kommentin mín inn aftur. Annars kæri ég þig fyrir fuglaskoðunarfélaginu … eða eitthvað!

  21. Hvaðan er sá misskilningur sprottinn að vefsetur þetta sé afdrep fyrir langlegusjúklinga?

  22. hahahahahahhohohohoho …

    … Siggi!

    Settu kommentin mín inn aftur. Annars hætti ég að biðja fyrir þér!

  23. Andskotinn … það gengur ekkert hjá mér að komast inná kommentið.

    … ég kem aftur – ég kem alltaf aftur!

  24. hvernig reiknar maður út kjörþyngd síamshomma?
    veit það einhver? (þá á ég ekki við þessa sem vita ekki neitt)

  25. Allt sem mann langar í, mínus allt það sem maður veit ekki – deila í með BMI og kvaðratrótin af því er KSH

  26. Golf myndi vera mín Stangveiði. Það er “íþrótt” sem ég leyfi mér fyllilega að dæma án þess að hafa nokkurntíma prófað. Ekki það að ég hafi prófað stangveiði heldur (hommaskapur?).

    Er þetta annars ekki bara pælingin um mismunandi lífsgildi og allt það. Mér finnst alveg asnalega gaman til dæmis að fara á mótorhjóli út á þartilgerða Motocross braut og fara hring eftir hring með það eitt að markmiði að komast hraðar en ég fór síðasta hring, ná fram úr þessum þarna gæja, stökkva hærra og lengra og jú að endingu verða fyrstur í mark :). Hvergi hef ég fundið sjálfan mig jafn mikið í núinu og þegar ég geri akkúrat þetta. Núið er fínn staður.

    Að spila á Klarinett er aftur á móti eitthvað sem ég gæti ekki gert. ifjúnóvottæmín?

  27. Ætli ég hafi einhvern tímann hitt eitthvert ykkar? Gangið þið laus um bæinn?

Comments are closed.