Draumablogg

Í fallega innréttuðu sálarlífi mínu dreymdi mig eftirfarandi draum, nóttina sem leið:

Ég er á leiðinni í svokallað bekkjarríjúníon. Ég finn kyrfilega fyrir því að mig langar ekki vitund til að mæta. Ríjúníonið er haldið í fallegum veislugarði með sundlaug. Þegar þangað er komið kasta ég kveðju á nokkra bekkjarfélaga og hlakka yfir því í huganum hvað þeir eru orðnir gamlir og feitir, sem er eitthvað annað en ég sem er slim og slank. Ég er ekki búinn að vera lengi í gylleríinu, þegar allir karlgestirnir setja á höfuð sér kippot(gyðingahúfur) og fara að syngja gyðingasöng, nánar tiltekið Ma’Nishtana, sem er bæn sungin í kringum páska, eða Pesach. Ég færist allur í aukanna, en átta mig á að ég þekki í raun og veru engan þarna lengur, sem er fínt því allt er betra en að eyða tíma með þeim skoffínum sem voru með mér í skóla. Ég tek undir með söngnum, en það næsta sem ég veit, þá er ég á botni sundlaugarinnar, sem er galtóm. Ég er ekki einn, því með mér eru Marx bræður að berja á ásláttarhljóðfæri sem ég kann ekki deili á. Groucho er með vindil í kjaftinum og veifar til mín kumpánlega. Ég finn að eitthvað vott snertir andlit mitt, lít upp og sé að það ganga yfir okkur blóðgusur í takt við ásláttinn. Okkur þykir það ekki neitt óhugnanlegt, heldur lítum við á gusurnar sem ómissandi þátt í alveg prýðilegri skemmtan. Við dönsum, hamingjusamir, glaðir og frjálsir.

Um þetta leyti, vakna ég til þessa heims.

10 thoughts on “Draumablogg”

  1. Mikið svakalega er þetta nú fínn draumur. Aldrei dreymir mig neitt á nóttunni svo ég muni.

    En um daginn dreymdi mig að ég var að dæla díselolíu á bensínstöð. Ætli þetta sé fyrirboði um glæsta framtíð?

  2. Þetta er nú alls ekki flókinn draumur Siggi. Hér er ráðningin:

    “I refuse to join any club that would have me as a member.”

    Groucho Marx

    Ég geri þá ráð fyrir að það hafi einhver verið að koma ríjúníóninu þarna uppi fyrir kattarnef.

  3. þetta er mjög óítarleg draumráðning magga, það er greinilegt að þú hefur ekkert vit á draumráðningum.

    Ef ég væri ekki svona upptekinn að ráða drauma fyrirmanna þjóðfélagsins þá gæti ég mögulega tekið þetta að mér, en þú veist borgandi viðskiptavinir verða að ganga fyrir!

  4. Þett eru illa dulinn ótti við að lúta í lægra haldi fyrir mér í skrafli! Ekkert flóknara en það!

  5. Bíddu … ég veit hvað þetta þýðir.

    … afa dreymdi svona draum rétt áður en hann fékk gyllinæð hérna um árið. En hann vildi meina að draumurinn boðaði eitthvað gott.

    Eitt svolítið skrýtið samt … afi lagaðist aldrei almennilega af gyllinæðinu.

  6. Siggi!

    Ég var að spekúlera … er möguleiki á því að þú hjálpir mér við að klára ástarljóð sem ég var byrjaður á?

    En það byrjar svona: Í hægðum mínum geng ég, bjartsýnn en ekki svo niðurdreginn, hinn breiða og ekki svo mikið mjóa veg til frægðar og líka pínulítið til frama – eða allavega framan af …

    Svo vantar mig einhvern veginn hinn rétta anda til að geta klárað ljóðið.

    Hva segirðu um það, ha?

  7. Djöfull ertu leiðinlegur …

    Einsog mér þykir vænt um pistlanna þína, ha!

    Afi dó úr hómósexúalisma – leiðinlegt en svona er lífið.

Comments are closed.