Viðtöl við íþróttamenn

Ef það er eitthvað umfram annað sem ég þoli ekki í íslenskum fjölmiðlum þá eru það viðtöl við liðsmenn boltaíþrótta. Leggjast þeir iðullega í óskiljanlegar útskýringar á því hvað þarf til að þeir nái betri árangri í sinni íþrótt.

“Já, við þurfum ekki annað en að herða okkur í sókninni. Já, þýðir ekkert annað. Annað er bara síðasta sort. bla bla bla bla”

Ég grínast ekki, þegar ég segist fá slæmsku í mallakútinn minn þegar ég heyri í þessum mönnum. Það er þó alveg á jaðrinum að ég geti haft skoðun á þessu, því það er fátt í heimi hér sem ég hata jafnmikið og boltaíþróttir. Já, það er gott að hata. Hata pata.

12 thoughts on “Viðtöl við íþróttamenn”

  1. Þú ert að koma sterkur inn á kantinum núna Siggi, þétt sókn í blogginu, innsæi í leikinn og gott form. Mundu bara að vera harður í vörninni kallinn !

  2. Ég ligg í flensu og pestum öllum stundum, þannig að ég hef fátt annað við að vera en að skrifa, lesa og hugsa fallegar hugsanir.

  3. Það er örugglega minni virkni í heilanum á boltaíþróttamönnum en þeim sem horfa á sjónvarp. Hehehehe… zzz

  4. mikið er ég fegin, eftir þessar blammeringar, að minn leikur inniheldur ekki bolta.. heldur kork með fjöðrum á..

    og er heldur ekki liðsíþrótt..

  5. Þar sem ég elska samlíkingar þá langar mig að líkja því að þú sérst farin að fylgjast með íþróttafréttum saman við vímuefnafíkil sem gengur á milli apóteka til að kaupa sér parkódín, það er s.s mál að linni og tímbært að hugsa sinn gang.

  6. Ég skil ekkert hvað þú ert að tala um. Parkódín hvað. Ertu farinn að éta Parkódín?

  7. ég verð að taka undir það herra Hetja, það gefur lífinu skemmtilegan lit að ofskammta sig með koffínátíni, eitthvað sem ég myndi taka fram yfir íþróttafréttir á hverjum degi!

  8. Töffaraskapurinn sem fylgir því að vera uppgjafafíkill, malandi í sífellu með eftirsjá um hina fornu frægð, dó fyrir mörgum árum með Bubba. Nei, vildi bara koma þessu að. Ég er annars bara hress.

Comments are closed.