Vínsmökkunarferð lífsins

Stundum finnst mér lífið vera eins og vínsmökkunarferðin sem átti að vera innifalin í sólarlandarpakkanum sem ég keypti, en var svikinn um. Eins og sönnum íslenskum túrhest sæmir gef ég mig umsvifalaust á tal við fararstjórann og segi með þjósti, þannig að allir heyra: “Ég stóð í þeirri meiningu að farið yrði í vínsmökkunarferð! En nei og svei, svindl og svik! Ég er ekki bara illa svikinn, heldur er ég miður mín. Eina fríið sem ég gat leyft mér að fara í fleiri, fleiri, fleiri, mörg, mörg, fleiri, fleiri ár og ég geri þau hryllilegu mistök að skipta við svik og svindl ferðaskrifstofu. Viltu ekki bara slá mig af, herra fararstjóri?” Svo fletti ég skyrtunni og bíð þess að fararstjórinn stingi mig í hjartað með svindl og svik hnífnum sínum.

Ég hef komist á raun um, að það hentar mér engan veginn að tileinka mér of praktískar hugsanir. Lífið verður fyrir vikið þunglamalegt og drepleiðinlegt. Það fer allt að snúast um vínsmökkunarferðina sem mér finnst að verið sé að svíkja mig um. Það er kjánalegt að taka þessa tilveru of alvarlega. Enda fer mér mun betur að rækta minn rómantíska þankagang. Vera sveimhugi. Búa til sögur í höfðinu. Láta mig dreyma. Horfa á stjörnurnar. Athuga hvort ekkert bóli á geimskipinu sem skildi mig eftir með öllu þessu asnalega fólki.

Ég heyri að nágrannar mínir eru aftur byrjaðir á rúmskaki. Ég þarf að taka þessi óhljóð upp og nota í eitthvað listaverk. Það heyrist samt eiginlega ekkert í þeim sjálfum, heldur bara í ódýra IKEA rúminu, sem mér heyrist vera að liðast í sundur undan þunga hamborgaraétandi ungmennanna. Ahhh, þarna lauk þessum ófögnuði. Ríkulega nærður pilturinn hefur gengið hreint og beint til verks í þetta skiptið og klárað þetta óþrifaverk á mettíma – henni án efa til mikils léttis.

Talandi um praktískt mál: Ég þarf að flytja!

11 thoughts on “Vínsmökkunarferð lífsins”

  1. skv mínum útreikningum hefur þú fengið ríflega skammtað af vínsmökkun og meira en aðrir í þessari ferð!

  2. Ég vona að þú sért í hvítum kakíbuxum og með hatt og staf í þessari ferð. Það er nefnilega svo ægilega smart.

  3. …það er ekkert betra en góð skemmtiferð um áfengisgerðarhús, skal ég segja þér minn kæri.

    Sjálfur rataði ég í eina slíka bjórgerðarferð um árið …er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að ég drakk mig blindhaugadrullufullann.

    Við lok túrsins beið mín svo útifyrir, undir bakandi sól, 40gráður af suður-þýskum yl sem sauð á mér heilaslátrið með alveg agalegum afleiðingum fyrir gesti og gangandi…

    …þá var sko kátt í höllinni…

    Jawohl, mein herr!

  4. Ef það að leitast við að leysa lífsgátuna, læra af reynslunni, gera sér grein fyrir dyntum í eigin skapgerð, kallast sjálfsvorkunn, þá er ég svo sannarlega sjálfsvorkunnarpúki. Ef ég man rétt, þá er “sjálfsvorkunn” ofnotaðasta orðið, fyrir utan “meðvirkni”, í félagskap handhafa sannleikans.

  5. Siggi. Hvað segirðu um að við tvö, förum upp að banka á dyrnar hjá feitu unglingunum og tölum við þau. Ég skal taka af skarið.

    “Það heyrist svo hátt í ykkur þegar þið eruð að r****a, það er frekar vandræðalegt”

    Vandræðalegt… já, þá fá þau að kynnast því hvað vandræðalegt er. Kannski fáum við að sjá svona Scanners, senu. Sjá hausinn springa. Það væri nú skemmtilegt. Það verður ekki mikið r***ð eftir það.

  6. Tja, það hlýtur þá að flokkast undir “hitt” orðið hjá S.I. að svara svona innskotum Siggi 🙂

    Annars er ég hress fyrir hönd starfsmanna á fasteignamarkaði með ríðingar feitra unglinga. Það greinilega örvar kauphita fólks á markaði, a.m.k. leiguhita.

    En bara okkar á milli Siggi, hvað sem þú gerir, vertu áfram sjálfum þér sannur. Þú ert alveg hreint prýðis eintak, drengur. Vittu það næst þegar leitar á þig þessi ofangreinda sjálfsvorkun (að leitast við að leysa lífsgátuna, læra af reynslunni, gera sér grein fyrir dyntum í eigin skapgerð).

    Shalom….

  7. Hvað um að senda þeim snyrtilega vélritað “transcript” af hverri sessjón?

    …jafnvel í útvarpsleikritsformi?

    Ég fór á Ivanov í kvöld og þessi 120 ára gamli texti eldist vel. Við erum söm við okkur – sama hvar og hvernær við erum uppi. Með flottari sviðsmyndum sem ég hef séð!

  8. Jæja, meistari, ég ætlaði nú ekki að móðga þig með því að kalla þig þessu óhnyttisyrði 🙂 en að leitast við að leysa lífsgátuna, læra af reynslunni og gera sér grein fyrir dyntum í eigin skapgerð eru göfugir hlutir en geta verið dálítið erfiðir, þess vegna er bara best að velta þessu ekkert of mikið fyrir sér og hafa þetta einfalt. Njóta ferðarinnar og vera slakur. En það kemur á móti að ef þú gerðir ekkert af því að velta þessu fyrir þér þá myndi nú þessi blessaða bloggsíða fljótlega detta upp fyrir, og það væri algjör synd ef það gerðist. Þannig að ég vonast til þess að þú hugsir sem mest, og skrifir sem mest af gæðaefni fyrir okkur hin að smjatta á, og jafnvel sendir okkur nokkra myndbúta í bónus. En nú er ég búinn að vaka í meira en 30 tíma og kominn tími til þess að fara að sofa. Heyrumst síðar.

Comments are closed.