Yfirsjónir unglinga

Nú er nýmóðins að halda úti moggabloggi. Þar gefst sýnihyglisjúku fólki af öllum stærðum og gerðum, tækifæri á að krækja í fréttir sem skrifaðar eru á þessum ágæta fréttavef.

Hér er úrdráttur úr grein í Morgunblaðinu frá árinu 1917 sem ber fyrirsögnina: “Yfirsjónir unglinga.” Umfjöllunarefni greinarinnar er vaxandi glæpatíðni meðal ungra manna, erlendis. Leitast er við að útskýra hversvegna ungir menn leiðast út í glæpi. Núna 90 árum seinna erum við að týna til sömu ástæður fyrir ofbeldi og glæpahneigð.

Þess hefir greinilega orðið vart í öðrum löndum, að glæpir hafa aukist hin síðustu ár og sérstaklega hafa yfirsjónir barna og unglinga farið mjög í vöxt í stórborgum. Þetta er mönnum mikið áhyggjuefni, sem vonlegt er, og til þess að stemma stigu fyrir þessum ófögnuði, hafa Bretar látið rannsaka, hverjar orsakir muni til þess liggja, og hversu því megi afstýra.
Ekki er oss fyllilega kunnugt um, hvort yfirsjónir drengja og unglinga hér á landi hafi vaxið eða minkað hin síðari ár, en erum þó hræddir um, að þeir hafi fremur aukist sumstaðar, – því miður, svo að oss er full þörf að gefa þessu máli gaum.
Enskur dómari komst svo að orði fyrir nokkru, að orsakir glæpa eða yfirsjóna drengja og unglinga væri einkum þessar: Margir feður eru svo önnum kafnir, að þeir geta sjaldan litið eftir drengjum sínum, svo að þeir alast upp í götusolli og illum félagsskap; þeir ganga á kvikmyndahúsin, þar sem þeir sjá sniðug brögð innbrotsþjófa leikin. Þetta heillar hugar þeirra og þegar út kemur vaknar afvegaleidd ævintýraþrá þeirra til þess að fremja þessi sömu verk.

Við eigum kannski flottari græjur, en að upplagi erum við sömu djöfuls fíflin.

13 thoughts on “Yfirsjónir unglinga”

  1. Hvar í andskotanum hefurðu verið Ingi. Þér hurfuð af yfirborði jarðar og ekkert hefur til þín spurst. Ertu búinn að vera að brambolta út um allar trissur?

  2. Hó Siggus!

    Ja …ég var nú bara að spyrja mig sjálfan þessarar sömu spurningar, hvað þig varðar …..maður hefur ekki séð þig né hana Soffíu svo agalega lengi á EmmEssEnn

    Annars erum við bara kát hérna í útlandinu – nóg að gera og svona – teiknateikna og þannig.

    Óver and át …spjalla síðar 🙂

  3. ….Soffía 🙂
    …átti nú við hana Sigríði …

    ..annars þekkti ég nú einu sinni konu sem kölluð var Frú Soffía af nágrönnum sínum.

  4. Frú Sigríður fann ástina, já svo er hún einnig að sinna viðskiptum enda kauphéðinn mikill.

  5. Getur hún eitthvað elskað?
    Sigurður segir að hún sé bara portkona…
    Hefur það eiithvað breyst?

  6. Nei, hún er enn portkona en það er bábilja að segja að portkonur geti ekki elskað. Þær elska kvenna mest og best.

  7. segir maður ekki kaupAhéðinn?
    annars hef ég enga trú á að frú sigríður eigi framtíð fyrir sér í viðskiptum, en portkonu bransinn blómstrar jafnt í góðæri sem og þegar kreppir að, svo ég hallast að því að hún ætti ekkert að vera að söðla neitt um úr þessu!

  8. ROFL þú ert svo fyndinn Pétur, passaðu þig að ég berji þig ekki eða láti vinkonu mína sem bjó einu sinni í Breiðholti berja þig.

  9. Því eins og alltaf er sagt: Þú getur tekið stúlkuna úr Breiðholtinu en þú getur ekki tekið Breiðholtið úr stúlkunni.

  10. Ef hún vill losna við það sjálf, að þá er það reyndar hægt kæri herra B.

    En hvað það gagnast henni mikið er annað mál…

Comments are closed.