Yggdrasill um Yggdrasil frá Yggdrasil til Yggdrasils

Vinsamlegast komdu við í Yggdrasil, sagði ég við fröken Sigríði þar sem ég sat í bifreið hennar af fólksvagengerð. Er ekki þágufallið af Yggdrasill, Yggdrasli? spyr fröken Sigríður. Ég held nú ekki, þágufallið af Yggdrasill er Yggdrasil, og þarf ekki neinn vísindamann til að finna það út, hreytti ég þóttafullur í frökenina. Úr varð deilumál sem ekki hefði verið hægt að útkljá á þeim tíma sem tekur að keyra frá Skipholti yfir á Skólavörðustíg, þannig að fröken Sigríður hringdi í hið Íslenska Málfræðifélag, til að skera úr um hvor okkar hafði rétt fyrir sér.

Þegar hér er komið við sögu er rétt að hafa orð á að mikilvægi þess að hafa rétt fyrir sér er ofar öllu öðru mikilvægi í dýraríkinu. Hafi maður rétt fyrir sér, þá óhjákvæmilega hefur einhver annar rangt fyrir sér og það gefur þeim sem hefur rétt fyrir sér gúddí gúddí tilfinningu í Jíhadinu sínu.

Kári hjá Íslenska Málfræðifélaginu, tjáði frúnni að ekki væri alveg vitað hvernig ætti að fallbeygja Yggdrasill, hann taldi þó að þágufallið væri mjög líklega Yggdrasil. Ég, þágufallssjúklingurinn, varð ánægður með málalok, gleðin hefði án efa enst mér fram á kvöld hefði ég fengið óyggjandi staðfestingu á hvor okkar hafði rétt fyrir sér. Svona er þetta oft í lífinu.

5 thoughts on “Yggdrasill um Yggdrasil frá Yggdrasil til Yggdrasils”

  1. Þú er fullur af Yggdrasli í sálinni þinni, S. Þorfinnur.

  2. Frú Sigríður þykir með betri portkonum þessa lands, það hef ég heyrt úr fleiri en einni átt, en afleit er hún í fallbeygingum og enn verri í að koma boðum áleiðis.

  3. Ég er nú siðferðisbetri en mörg breddan, get ég sagt þér Allý. Og hvað varðar skilaboðin hef ég þetta að segja: Þú skalt ekki skjóta sendiboðann, sérstaklega ekki þegar hann gleymir boðunum. Þú skalt frekar hengja hann.

  4. …mikið þykir mér nú vænt um þig siggi minn

    “gúddí gúddí í Jíhadinu”

Comments are closed.