Þórbergur

Góður vinur minn, var sorgmæddur í sálu sinni um daginn, svo ég plataði hann með mér í göngutúr út í Fossvogskirkjugarð. Það er fátt eins hressandi, þegar lífið virðist óbærilegt, og að labba um í kirkjugörðum. Í göngutúrnum köstuðum við kveðju á Sobbegga og Mömmugöggu. Mér þykir þó líklegt að hjónin hafi verið víðsfjarri gröf sinni, enda talaði Þórbergur um það sjálfur að það þýddi lítið fyrir fólk að heimsækja hann í kirkjugarðinn, hann yrði ekki þar. Hver ætti svosem að nenna hanga í einhverjum bévítans kirkjugarði eftir að hann laus héðan?

4 thoughts on “Þórbergur”

  1. Ég míg á leiði þeirra sem ég ber kala til. Ég dýrka Þórberg, og það veistu óþekktaranginn þinn.

  2. Þeir strákarnir gerðu svolítið annað á leiði Þórbergs og Margrétar. Svolítið sem er skylt dansi og sjálfsfróun á sama tíma. Get ekki útskýrt það nánar, en þeir voru miklu hressari á eftir. Það leyndi sér ekki.

Comments are closed.