Hrollvekjandi

Færslan hér að neðan, um vel nærðar konur og ástmenn þeirra, er svo hryllileg að ég get ekki haft hana fyrir augunum stundinni lengur. Ég birti því hér mynd sem ég tók, þegar ég skrapp í göngutúr upp í Heiðmörk í gær.

11 thoughts on “Hrollvekjandi”

 1. hvað varstu að gera upp í Heiðmörk?
  erða ekki þar sem karlmenn gera sig aðgengilega fyrir meðbræðrum sínum?

 2. …Þeir voru í Öskjuhlíðinni – og ég get ekki annað en dáðst að því, því það er fyrr en tók að nálgast aldamót sem einhver vöxtur hefur hlaupið í trjágróðurinn. Áður voru þetta bara hnéháar hríslur og buðu sjálfsagt ekki upp á mikla fjölbreytni í akróbatík. Aðstaða flassara og annarra perverta til utanhússíþrótta hefur stórbatnað með hlýnandi loftslagi á norðurhveli.

  Ég hef ekki þorað að fara upp í Heiðmörk eftir að ég las í dagblaði fyrir nokkrum árum að þangað færu handrukkarar gjarnan með viðfangsefni sín til að handfjatla þau

 3. Ég held þú sért að rugla Heiðmörkinni saman við Öskjuhlíðina – það eru ekki svona heiðgul sólblóm í Öskjuhlíðinni.

 4. Áttu leiðarvísir að þessari Heiðmörk þinni, er ekki á sama stað og mín held ég

 5. Skil alveg að þú þyrftir að fegra síðuna, spurning hvort þetta er nóg þessi þáttur er svo viðbjóðslegur að það er kannski óþarfi að fixera hann hér á þinn annars góðu síðu

 6. Býrð þú í einhverri annari vídd eða samhliða veröld. Ég sé aldrei nein svona blóm.
  Ertu kannski byrjaður að droppa sýru?

 7. Minnir á myndbandið með Blind Melon þar sem stelpan er í býflugubúningnum.

  …Kíkti aftur á myndina og nú hugsa ég um Black hole sun myndbandið með Soundgarden, tengi svona sólblóm við það einhverra hluta vegna.

Comments are closed.