Konueldi

Til að brynja mig gegn offitufaraldrinum sem geysar hérlendis, festi ég fé í róðrarvél, sem kostar rétt undir verði 32″ Plasma, en ég stæri mig einmitt ómælt af því að hafa ekki átt sjónvarpstæki í rúm tvö ár. Ég tel róðrarvélina meiri búbót en risasjónvarp.

Í morgun þegar ég undirbjó róður á eldhúsgólfinu, ákvað ég að snjallt væri fyrir mig að nýta tímann meðan ég réri og auðga anda minn með að horfa á heimildarmyndir. Þrátt fyrir sjónvarpsleysið, get ég með hjálp nútímatækni horft á nánast hvað sem mig lystir á skjánum í tölvunni minni. Ég fer bara inn á þartilgert svæði, panta mér úr lista yfir efni sem er í boði þá stundina, smelli með músinni minni og stuttu síðar, rétt eins og um töfrabrögð sé að ræða get ég horft á vönduðustu hreyfimyndir.

Ég kann ekki á því neina skýringu, en fyrir valinu varð heimildarmyndin: Fat girls and feeders. Mikið hefur verið talað um þessa mynd í mínum vinahóp, en ég hef ekki fengist til að horfa á hana því að tilhugsunin um mann nær fertugu, sitjandi einn á heimili sínu horfandi á mynd sem þessa, er vægast sagt hrollvekjandi. Hvað svo varð til þess að einmitt í dag að ég valdi þessa mynd úr safni mun fágaðri mynda, get ég sennilega aldrei útskýrt. Kannski einhversstaðar í undirmeðvitund minni hef ég haldið að það virkaði hvetjandi fyrir mig, meðan ég brenndi kaloríum, að hafa fyrir augunum fólk sem er bókstaflega að springa úr spiki.

Myndin fjallar um karlmenn sem hrífast af konum, sem ekki eru ósvipaðar í laginu og Esjan. Því hjálparlausari sem konan verður, þeim mun meira finna þeir fyrir sínum eigin tilgangi, sem er að bera í konuna meiri mat.

Og ég sem hélt að ég væri í tilvistarkreppu.

Myndin hér að ofan, er af hjónum sem svona er ástatt fyrir. Þarna sitja þau hróðug, fletta myndaalbúmi og ræða hversu mörg kíló hann hefur hjálpað eiginkonunni að bæta á sig.
Myndirnar eru samviskusamlega merktar frá 200 upp í 600. Ein myndin í albúminu, sýnir konuna nakta, þar sem hún fyllir upp í ganginn að klósettinu.
En ég rak augun í nokkuð merkilegt í þessu viðtali. Plakatið á veggnum bakvið manninn, er úr bíómyndinni The Empire Strikes Back, en í þeirri Stjörnustríðsmynd mætir til leiks spikfjallið Jobbi Höttur. Svo ég fór að velta fyrir mér hvort þessi maður hafi ekki í raun kynferðislegan áhuga á Jobba Hött, og þess vegna reynir hann að breyta konunni sinni í hann? Það er allavega ekki annað að sjá á myndinni, en að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, því ef einhver lifandi manneskja líkist þessari ódælu sögupersónu þá er það þessi kona.

Kannski ég reyni bara ekkert að skilja þetta. Ég allavega hætti að horfa á þessa mynd, ég fæ ekki séð myndir af þessu tagi geri mig að betri manni.

5 thoughts on “Konueldi”

  1. Aron Pálmi er svona líka. Kannski rambaði hann á feeder?

  2. áttiru ekki líka einhverja stigvél sem kostaði á við trabant deluxe með öskubakka aftur í hjá kreppubílum group?

    Annars er þetta feeder dæmið voðalega 2006

  3. Iss Pétur. Ég vissi af þessu 2003. Það ert þú sem ert last season…

  4. Þú hafðir þær upplýsingar úr einkalífi þínu Magga svo það telst ekki með, eða erða ekki annars opinbert að þú hafir tekið að þér að fita miðaldra konu í breiðholtinu um heil 75kg á einhverjum mettíma sem þeir þarna á fantasyfeeders eru enn að slást við að slá?

Comments are closed.