45

[MEDIA=154]

Þetta er ekkert tímamótaverk, það get ég fullyrt. Ég er að læra á nýtt klippiforrit, sem heitir Final Cut Pro, og er þetta afrakstur einnar kvöldstundar. Örstutt, um ást mína á vor og sól.

Myndirnar tók ég í gær á löngum göngutúr. Húsnúmerið í myndbandinu er á Hringbrautinni, þar sem Þórbergur Þórðarson átti heima, en ég og félagi minn heimsóttum einmitt leiði Þórbergs í gær. Þarna er einnig bakhlið hússins og auðvelt er að ímynda sér Þórberg standandi á svölunum á fjórðu hæð hellandi vatni yfir börnin sem hlupu um í túninu fyrir neðan full af ákafa og æsingi. Myndbandinu líkur svo á Hressó, þar sem Luydmyla the great, eiginkona Pjeturs Geirs, sötrar mjólkurhristing með jarðaberjum.

10 thoughts on “45”

  1. Nei, það gerir þú ekki. Þú situr við eldhúsborðið og skrifar: Ég stend upp á endan í eldhúsinu og klappa!

  2. Það sést ekki vel í þessu flash video sniði, en myndavélin tekur alveg prýðilegar háskerpumyndir. Ertu búin að sýna Luydmylu the great þetta þrekvirki mannsandans, eða ertu enn og aftur búinn að loka hana inn í eldhúsi?

  3. heyrðu jú ég lokaði hana þar inni meðan ég er í vinnunni, svo ég fái nú eitthvað gott að borða þegar ég kem heim lúinn & laminn eftir erfiðan dag á skrifstofunni. hún getur svosem fengið að sjá þetta þegar hún er búin að fóðra mig!

  4. Sigurður Þorfinnur!

    Almættið ætlaði þér greinilega að búa til bíómyndir öðrum til gagns og gleði.

    Ég sit og stend eins og mér sýnist 😉

  5. Hæ Siggi, mér sýnist þú vera búinn að ná ansi góðum tökum á Final Cut og nýju videovélinni. Þetta er mjög flott myndskeið hjá þér !!!! Mér finnst þú ná vel að fanga anda einnar kvöldstundar í Reykjavík.
    kv. Sibba

  6. Siggi – frábært. Gamli góði Vesturbærinn fær mig til að vökna um augu. Haltu áfram minn gamli ven.

  7. Mikið svakalega er þetta nú næs hjá þér Sigurður!
    Um miðbikið ‘heyrði’ ég Jón Múla koma inn sem þul “…gránætti ljóssins kastar hreyfingarlausum skuggum í grýttan farveg…”

    …eða eitthvað þannig, he he! 🙂

    Kveðja frá okkur í UK …hér tekur ár og aldir að koma manni online. Bauna á þig MSN þegar það loks gerist.

Comments are closed.