Þegar einfaldir hlutir eru gerðir óskiljanlegir

Hóphugleiðsla er áhrifaríkari, en að hugleiða einsamall í regnvotum og köldum heimi. Gallinn við að sækja jóga- eða hugleiðslutíma hjá einhverjum sem gefur sig út fyrir að vera sérfræðingur á því sviði, er að oft fylgir með einhver leiðindarsannleikur sniðinn til að gera mann ruglaðan og jafnvel afhuga þessari snjöllu tækni til að þagga niður í kjúklingabúinu í efri byggðum. Ég get reyndar vel skilið að fólk sem sækir jógatíma vilji fá að hlusta á eitthvað kjaftablaður um hvernig heimurinn virkar osfrv. – en ekki ég. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af fólki sem þykist geta útskýrt þessa tragíkómedíu sem gengur undir nafninu líf. Ég hef enga trú á að nokkur maður viti hvað við erum að gera hérna.

modern_talkingFyrir nokkrum mánuðum keyrðum ég og vinur minn á Opel bifreið minni yfir í annað bæjarfélag til að sækja hugleiðslunámskeið. Það var bjart yfir mér og ég fullur af áhuga. Ég hélt ég væri að fara að hugleiða með hóp fólks, en sat megnið af tímanum í stól og hlustaði á mann sem minnti svolítið á annan söngvarann í Modern Talking útskýra fyrir þeim er þarna voru, tilgang lífsins, hvers vegna við værum svona eins og við værum – og fleira í þeim dúr. Hann endaði með að láta okkur stara á glitrandi glingur og fara með möntruna: Ég er friðsæl sál. ….Herra minn! Ég er engin fokking friðsæl sál og þó ég tauti það fyrir munni mér þá verð ég það örugglega aldrei. Ég þarf varla að taka það fram að ég fór ekki annað námskeið þarna.

Stuttu seinna fór ég ásamt sama vini til að hitta jógakennara. Við sögðum honum frá því sem við höfðum reynt hjá Modern Talking söngvaranum. Hann fussaði og sagði að allt sem við hefðum lært hjá honum væri gagnslaus vitleysa. Svo hóf hann að rakka niður hinar ýmsustu jógabragðtegundir, meðan hann kynnti þær aðferðir sem hann sjálfur hafði tileinkað sér. Enn og aftur barst talið út í kosmósið áður en við tókum til við að hugleiða. Ég fór ekki í annan tíma.

Nú hef ég tekið málin í mínar eigin hendur, og reynt mátt hugleiðslunnar á eigin skinni. Trú mín á henni vex og vex. Ég veit að margar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu dularfulla fyrirbæri. Ég geri mér þó grein fyrir að það sem telst til vísinda í dag, eru ekkert endilega vísindi á morgun.
Það er mikill munur á að hugleiða einn og með öðrum. Ég veit ekkert út af hverju, þó ég sé nokkuð viss um að einhver kunni flóknar og langdregnar skýringar á því. Staðreyndin er sú að mér er skítsama. Ég hef prufað hvoru tveggja og ég veit að það er rafmagnaðra að vera í hóp. Ég vildi að hér væri einhver staður sem hægt væri að fara og hugleiða með öðrum. Ég væri til í að geta komið þar við, og án þess að þurfa að blaðra einhverja yfirborðsþvælu gæti ég þegjandi klætt mig úr skónum, komið mér fyrir á stól, eða á dýnu og hugleitt í kannski klukkustund. Þar væri engum trúarbrögðum eða heimspekilegum kenningum troðið upp á fólk. Hver gæti notað þá möntru sem honum þykir þægilegust. Að klukkutíma liðnum klæddi ég mig í skó og valhoppaði sem leið liggur heim til mín.

Þetta var pistill um hugleiðslu.

21 thoughts on “Þegar einfaldir hlutir eru gerðir óskiljanlegir”

  1. Menn voru svoldið að nota laxasalat hérna í kringum 2000 en nú eru þeir að hallast meira að því að vísindakirkjan sé málið.

    Taktu nótis af því að þessir Menn sem ég er að tala um eru handhafar hins eina sanna sannleiks.

  2. Handhafar laxasalats? Eru þá gefin út handhafa ávísanir á laxasalat með handveð í andlegu heilbrigði? Eru slíkir pappírar útskiptanlegir í laxasalat hvar sem er? Er laxasalat þá orðið gjaldmiðill?

    Ég ætla amk ekki aftur í Viðskiptanetið!

  3. Ég hafði gaman að því að lesa hugleiðingar þínar um hugleiðslu.

    Ég borða ekki lax, mér finnst hann ekki bragðgóður.

  4. Ég get vitnað um það að Vaffarinn borðar ekki lax – ég hef margoft reynt að gefa henni lax en án árangurs. Hún drekkur heldur ekki sódavatn.

  5. Allegorían í þessu öllu saman er að það sé betra að gera hluti en að tala um þá.

    Mér finnst, eins og Vaffaranum, samt betra að tala um lax en að gera (borða) hann…

  6. Eftir að hafa lesið þennan athugasemdahala held ég að ég þurfi að hugleiða í minnst tvær klukkustundir til að róa mig niður.

  7. Ég var einu sinni í svona hóphugleiðsluhóp, möntrur voru reyndar ekki komnar í tísku þá og var þá einn aðalhugleiðari sem sagði hinum hvað þeir áttu að hugsa, mér fannst það voða lummó!

  8. En einhver kemur núna með athugasemd um hópkynlíf kasta ég upp.

  9. Mér þykir á mig hallað. Ég man ekki betur að ég hafi farið með þér til söngvarans í MT. Ég hrópaði og kallaði innra með mér að ég væri friðsæl sál. Hvurninn geturðu gleymt slíku Sigurður? Nú er ég ekki lengur friðsæl sál. Mér finnst ég vera týnd sál – gleymd sál…

  10. Heyrið þið þegar sálin talar við ykkur? Ég las í bók að raddirnar væru andar (e. body thetans) sem væru að reyna að hefna sín á Xenu.

  11. Það er satt Goddsson, hvernig gat ég gleymt því. Ég sat meira að segja við hliðina á þér og muldraði: Hjálpaðu mér héðan í burtu Goddsson! Komdu mér héðan út! , en þú bara glottir illkvittnislega. Núna í dag er ég skemmd úrvalsvara(damaged goods).

    Solla! Þú ert Vísindakirkja!

  12. Siggi minn. Ég held að það sé seif að fara í Guðspekifélagið til að hugleiða. Þau eru ekki með neitt glingurkrapp þar enda hefur hugleiðsla verið stunduð hjá GF síðan fyrir WW2. Langafi minn var alltaf þar. Ég skal koma með þér… -vonandi langar samt engann til að ríða mér þar.

  13. Ég kannast einmitt við mann (og jafnvel tvo) sem gengu í Guðspékifélagið og sóttu fundi í von um drátt.

  14. Sigurður þú getur komið til mín og ég skal uppfræða þig um lífsins tilgang um leið og við förum með möntruna “lífið er kúkur” og þú munt sjá ljósið.

Comments are closed.