Kvenkyns áhrifavaldar

Ég sveiflast upp og niður með Oprah og Ellý Ármanns. Samkvæmt frétt á DV hefur sú síðarnefnda sagt skilið við Facebook. Hvað er í gangi? spyr ég skjálfmæltur. Hafa nú einhverjar ótuktirnar flæmt hana Ellý mína út úr fésbókarsamfélaginu. Það er ljótt, ef satt er.

Svo margar tímamótaspurningar vakna við þessa frétt. Fóru heilu og hálfu dagarnir í að póka og að þiggja pók? Eða sem verra er: var hún kannski aldrei pókuð? Hún átti 1000 vini, segir í fréttinni. Það má nú ætla að þar á meðal hafi verið nokkrir pókarar.

Ég verð alveg ómögulegur á því að hugsa um þetta. Mér er umhugað um velferð Ellý. Ég hef ekki enn gleymt frábærum ríðingarpistlum hennar frá árdögum moggabloggsins. Það er henni að þakka að ég lærði að nota kúk í kynlífi. Hverjum hefði dottið í hug að það væri hægt? – ekki mér. Mér hugkvæmist ekkert spennandi þegar kynlíf er annars vegar. En til allrar guðs blessunar halaði ég niður allar sögurnar, lesnar af henni sjálfri, áður en hún yfirgaf ömurlegt Morgunblaðið til að ráða sig inn sem flaggskip á einhvern annan miðil.

Fátt gleður mig jafnmikið og að klæða mig upp sem töframaður, maka á mig rækjusalati og hlusta á Ellý lesa með æsandi röddu sinni sögur um alvöru ríðingar, þar sem ríðarinn ríður eins og móðurríðari.

5 thoughts on “Kvenkyns áhrifavaldar”

  1. Ég hélt að ég væri eini kvenkyns áhrifavaldurinn í lífi þínu

Comments are closed.