Þessi hárkolla


Þessi hárkolla er farin að gægjast aftur upp á yfirborðið. Fyrir nokkru síðan höfðu Íslendingar ímugust á henni og vildu hana burt úr sjónmáli. En sama hversu hart var lagt að eiganda hennar að taka ábyrgð og sjá sóma sinn í að hafa sig á braut – það hafði ekkert að segja, því að eigin áliti var hann sjálfur gjöf Guðs til borgarbúa Reykjavíkur. Hann var kominn til að vera og andúð og fyrirlitning Íslendinga gat engu um það breytt. Hann vissi að ef hann héldi út óveðrið sem á honum dundi, þá fengi honum ekkert hnikrað. Og núna, nokkrum vikum síðar, eru allir búnir að gleyma því fyrir hvað þessi maður var óvinsæll. Hann er því farinn stíga varfærnislega inn í sviðsljósið – til að athuga hvort honum sé ekki óhætt. Samt tilbúinn að draga í land og halda sér aðeins lengur til hlés, ef það er honum persónulega í hag. En hann kemur alltaf aftur til með að skjóta upp kollinum, enda sumum jafnvel farið að þykja vænt um hann eins og gamlan slitinn bangsa. Ég mun hinsvegar kappkosta við að skrifa aðra færslu, til að koma þessari mynd neðar á síðuna.

Hér verða svo ekki skrifaðir fleiri pistlar þar sem ég agnúast út í menn, svo ég sjálfur geti verið glaður í mínu eigin skinni. Í þetta skiptið gat ég þó ekki setið á mér.

2 thoughts on “Þessi hárkolla”

  1. Ég man ekki hverjum var eignuð eftirfarandi setning – en hún var viðhöfð þegar fréttir bárust af veikindum eihvers sem ekki var hátt skrifaður há viðkomandi:
    ,,Það blæðir ekki inná það sem ekkert er!´´

Comments are closed.