Helvíti SiggaSiggaBangBang

Ég fór að hugsa um eftirlífið og hvernig er umhorfs í mínu eigin persónulega helvíti.

Ef til er helvíti, þá er helvíti í mínum huga að vera fastur allsgáður inn á Kaffi Reykjavík með blindfullu fólki syngjandi ættjarðarsöngva. Til að refsa mér fyrir jarðvistina þyrfti ég að láta sem ég væri hress, þrátt fyrir að vera illa þjakaður af tilvistarkreppu og blýþungu lundarfari. Önnur hugmynd mín um helvíti er að vera dæmdur til að ganga á milli myndlistasýninga í 101 Reykjavík, þar sem ég þyrfti að eiga yfirborðsleg menningarleg samskipti í þeim tilgangi að öðlast virðingu þeirra sem þykir fínt að ganga í augun á, þá stundina. Ef ég svo gæti ekki verið nógu hress eða menningarlegur þá væri ég sendur aftur niður á jörðina til að lifa sama lífið aftur – nákvæmlega eins.

13 thoughts on “Helvíti SiggaSiggaBangBang”

  1. Þessi gæti verið skrifuð af Ármanni Reynissyni með ofskammt af kavíarkremi í hársverðinum.

    Þetta eru hræðileg örlög! Hvað er þetta aftur kallað? Lúxuseitthvað…

  2. mitt hell væri að fara tvisvar sinnum í gegnum galdragól eins og þetta í gær… elsku hafðu nú vit fyrir kórstjóranum og ekki láta þetta gerast aftur… nýaldarjarm… þið voruð samt flottir, tek það fram.

  3. Fyrir mörgum árum þekkti ég konu sem safnaði sér ELO-stigum með því að sofa hjá skákmönnum.

    Af hverju datt mér þetta í hug núna?

  4. “Nógu hress eða menningarlegur”?!? Hver ákveður það? Lífið gengur ekki út á það að þóknast öðrum. Vertu þú sjálfur. Ef aðrir fíla það ekki, er það þeirra vandamál, ekki þitt.

  5. Getur verið að tilgangur lífsins sé að brjótast út úr Groundhog day og að helvíti sé að gera það ekki?

  6. Jón, Gulli og Hemmi Gunn gefa hressstig. Páll, Kolbrún og Egill Helga leggja dóm á hversu vel ég stend mig menningarlega. En athugið að þetta er mitt persónulega helvíti. Einhverjum gæti einmitt þótt mitt helvíti eftirsóknarvert.

  7. …eða bara himnaríki?

    Djísös hvað ég er leim í dag!

  8. Þú ert kannski ekki hressasti gaurinn í bænum, en þú ert örugglega sá fyndnasti og mjóasti.

  9. Nú getur þú ekki annað en tekið gleði þína á ný “mjóstur” í bænum !!!!

Comments are closed.