Lumière bræður voru með þeim fyrstu til að þróa filmuvél, sem ekki bara var hægt að taka upp á heldur var líka hægt að nota hana til framkalla og svo sýna filmuna. Fyrsta myndin sem tekin var upp með þessari tækni, var síðan sýnd almenningi 28. desember 1895 og er miðað við þessa dagsetningu, þegar talað er um upphaf kvikmyndasögunnar.
Árið 1995 voru 40 þekktir leikstjórar fengnir til að búa til stuttmynd með upprunalegri Lumiere filmuvél.
Leikstjórarnir voru bundnir eftirfarandi skilyrðum:
#1 – Myndin mátti ekki vera lengri en 52 sekúndur.
#2 – Ekki mátti notast við hljóð tekið upp samtímis myndinni.
#3 – Myndina mátti ekki taka í fleiri en þremur tökum.
Vinsælt varð meðal þátttakenda að blanda saman nútíma og gamla tímanum í sömu töku.
Meðal þeirra sem tóku þátt voru Wim Wenders, Spike Lee, Liv Ullman, Lasse Hallstrom, Peter Greenaway.
Hér gefur að líta á afrakstur David Lynch. Til að ná fleiri atriðum í einni töku kom hann fyrir nokkrum leikmyndum í sama rými. Á milli atriða ýmist hylur hann linsuna, eða kveikir í einhverju fyrir framan hana, meðan hann færir sig yfir á næstu leikmynd. Þess vegna myndast frekar langt bil á milli atriða, sem eykur bara á undarlegheitin.
En söguþráðurinn er sem hér segir: Kona finnst dáin í sveitinni, hún hafði áður verið brottnumin af geimverum og þvinguð til að starfa sem nektardansmær í fiskabúri. Rétt áður en hún drukknar í fiskabúrinu, hugsar hún heim í hlað, þar sem hún drekkur tei með vinkonum sínum úr hástétt. Þegar fjölskyldu hennar er tilkynnt um andlátið, verður henni um og ó.
[MEDIA=26]
Ef einhver heldur að hann skilji stuttmyndina betur en ég, þá er opið fyrir athugasemdir.