Jerry Esperson

Af öllum dásamlegu persónunum í Boston Legal, samhæfi ég einna best með Jerry Esperson. Jerry er með Asperger heilkenni. Hann skarar framúr í bóklegri lögfræði, en er alveg laus við alla óþarfa félagsfærni. Vegna vanhæfni í mannlegum samskiptum og stundarbrjálæðis er Jerry gert að hætta hjá lögfræðistofunni sem þættirnir gerast á. Hann ákveður þá að taka sig á í mannlegum samskiptum og gengur til sálfræðings, sem beitir hugrænni atferlismeðferð til að hjálpa Jerry að fóta sig í samfélagi við annað fólk. Eftir að hafa verið í nokkrar vikur í meðferðinni, ákveður Jerry að heimsækja gamla vinnustaðinn, til að sýna fyrrum kollegum sínum hversu vel meðferðin gengur.

[MEDIA=29]

6 thoughts on “Jerry Esperson”

  1. Já alveg hreint yndislegt að fylgjast með þeim framförum sem Jerry Esperson tók í mannlegum samkiptum. Þegar hann fékk sér vindilinn var þetta bara eiginlega alveg komið hjá honum.

    Annars vorum við hjónin að horfa á sjónvarpið í gær, en sunnudagskvöldin eru einmitt sjónvarpskvöldin okkar. Við sáum þátt um rannsóknarlögregluþjónninn Adrian Monk og okkur varð þá hugsað til þín.

    Já og vorum við búin að segja þér að við erum búin að kaupa okkur eins tölvur og peysur í stíl (ekki í stíl við tölvurnar bara í stíl við hvor aðra).

  2. Voðalega leikur vefsíðuhönnun í höndunum á þér. Agalega lekkert þetta nýja lúkk. Hverjum hefði dottið þessi smartheit í hug.

    Til lukku með þessa fögru síðu.

  3. Þetta er harmóníuikærleiksþemað sem ég setti saman í ást minni á mannkyninu.

  4. ‘Even if I have none’…Ógeðslega einlægur haahaaha…

    Já, ég er ánægð samt með það Siggi hvað þú ert bara down to earth með þetta að vera ekki á sömu bylgjulengd og allt þetta “venjulega fólk”…

    Vertu bara sáttur við þig Siggi minn…Always*

  5. Mannleg samskipti, alltaf jafnfríkað fyrirbæri, hvernig er hægt að mastera það ?? Miðað við allt sem ég hef fengið að læra þá finnst mér Jerry bara nokkuð góður, og þú Sigurður líka , til lukku með það og nýja lúkkið á síðunni líka

Comments are closed.