Blámi

alto-sax.jpg Lífið er búið að vera alveg sérstaklega leiðinlegt frá því að ég gerði þau hræðilegu mistök að vakna í morgun.

Ég veit ekki afhverju ég er svona skapvondur í dag. Mig grunar þó að ólund mín gæti mögulega haft eitthvað með það að gera að það er haglél úti þegar samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum ætti að vera sól og sumar; eða í versta falli bara rigning.

Ég meina…… Hvaða viðbjóður er þetta? Það er guðsvolað vor. Það á ekki að vera éljagangur eða snjókoma!

Hvað gerir maður af mínu tagi, í aðstæðum sem þessum? Drepur hann sig? Tekur hann lúkufylli af hamingjupillum? Étur hann tíu kílóa súkkulaðitertu með flauðskúmmi og jarðaberjum? Fær hann sér sígarettu? Leitar hann á náðir siðspilltra kvenna?

Nei, hann fer rakleiðis á ebay, þar sem jólasveinninn býr.

Og nú vill svo skemmtilega til að rétt í þessu var ég festa fé í 2007 SKY Alto Saxophone w case high F# SAX Saxaphone og ef það er ekki ávísun á gleði og hamingju, þá er mér ekki kunnugt um merkingu orðanna: gleði og hamingja.

Já, þegar lífið er leiðinlegt, þá er leiðinlegt, en þegar lífið er skemmtilegt, þá er skemmtilegt.
Þannig er það nú bara.

6 thoughts on “Blámi”

  1. Ég hefði nú bara haldið áfram að sofa, það er það eina sem mig langar til í þessu hagléli. Er þó fegin að eiga ekki vínberjatré því hagl eyðileggur aumingjans litlu tilvonandi vínberin.

  2. Já það er fátt sem hamingjupillan vísakort fær ekki lagað, ef vísakortiði væri óendanlegt værir þú hamingjusamasti Íslendingrinn af öllum hamingjusömum Íslendingum, þökk sé fjármögnunarfyrirtækinu Vísa Ísland.

  3. AHAHAHAHAHHAHAHAAH!
    Fantastic I say, you will soon have a full blast orchestra in the one man, yes him the SiggiSiggiBangBang man. JZZ JZZ. jzz jzz

Comments are closed.