Bubba Ho-tep

Fyrir menningarþyrsta lesendur mína mæli ég með prýðilegri mynd sem ég sá í gær í huggulegheitum heimilis míns í litla Skerjó. Hún heitir Bubba Ho-tep og gerist á elliheimili á okkar tímum. Stirðir og elliærir gamlingjarnir eru 1000 ára gömlum egypskum uppvakningi auðveld bráð. Hann eltir þá upp í rólegheitum, drepur þá og sýgur svo sálina úr þeim í gegnum rassgatið, en eins og allir vita er sálin staðsett í ristlinum. Vistmaður, sem heitir Elvis Presley og er Elvis Presley(sá sem fékk hjartaáfall og dó var eftirherma), ásamt besta vini hans, svertingja sem segist vera John F. Kennedy, reyna að ráða niðurlögum uppvakningsins, áður en hann nær í rassinn á þeim.

Í hlutverki Elvis, er Bruce Campbell sem svo eftirminnilega lék í Evil Dead myndunum. John F. Kennedy er leikinn af gamla öðlingnum Ossie Davis. Bubba Ho-tep skorar 7.4/10(20,226 votes) á imdb og prequel/undanfari sem ber nafnið Bubba Nosferatu: Curse of the She-Vampires er væntanleg 2011 með Ron Perlman í hlutverki Elvis og Paul Giamatti sem umboðsmaður hans Colonel Tom Parker.

Hér er svo aftanívagn:

[media id=214 width=520 height=390]

4 thoughts on “Bubba Ho-tep”

Comments are closed.