Ástin sigrar

Ég hef ekki ástundað það í bloggheimum að þræða aðrar bloggsíður, girða þar niður um mig og kukka. Ég beinlínis forðast moggabloggið, því ég verð dapur í hjarta mínu af að lesa sumt af því gubbi sem gengur upp úr samlöndum mínum. Ég á þó nokkra félaga á moggablogginu sem ég les.

Í gærkvöldi mátti ég hafa mig allan við. Mér var bent á að Sóley Tómasdóttir væri mjög upptekin af klámi og þar sem ég er mikill áhugamaður um transcontinental hommaklám gerði ég dauðaleit á síðunni hennar, en uppskar ekki árangur sem erfiði.

Finnst ég var staddur í svínastíunni, lá leið mín á forsíðu blog.is þar sem glæsilegustu bloggurunum er raðað upp eftir geðþótta netdeildar mbl.is. Efstur þar var maður sem setur að mér ugg. Hann er um þessar mundir í ævintýraferð í framandi landi og skrifar ferðasögur. Það næsta sem ég veit, er ég að skrifa í athugasemdakerfið hjá honum: “Ekki koma aftur til Íslands.” Það kemur á mig og ég geri mér grein fyrir að það er eitthvað við bloggkerfi morgunblaðsins sem gerir það að verkum að ég glopra niður umburðarlyndi og kærleik.

Í heilar fimmtán mínútur átti ég Jihad við sjálfan mig. Hinn hatursfulli Sigurður, sem leggur fæð á allt og alla vildi að ég þrýsti á “Bæta við athugasemd,” meðan umburðarlyndur kærleiksfullur Sigurður, sem allt elskar og kveður með kossi, vildi breyta rétt og biðja fyrir umræddum.

Eins og svo oft áður sigraði kærleikurinn, sem gerir mér unnt að halda áfram að vera hjartahreinn og velviljaður í heimi sem aðeins ástin getur bjargað.

16 thoughts on “Ástin sigrar”

 1. Þú ert nú engu að síður búin að koma áliti þínu á þessum manni á framfæri hér og það er vel, enda betra að kúka heima hjá sér en á kaffihúsum.

  Sko. Bjúgnakrækir hennar Sóleyar óskar sér þess að súlustaðir fari á hausinn (þar er klám. Í færslu sem hún skrifar 16.des er komment á klám, Þvörusleikirinn hennar vill að klámi verði útrýmt, 11.12.2007 kl 12:41 skrifar hún færslu sem heitr “af hverju klám”, 10.12.2007 kl 19:59 talar hún um karla sem hafa einan tilgang í lífinu að standa vörð um klám, 22.11.2007 kl 16:36 kemur fyrir hið frábæra orð “klámvæðing” í færslu hjá henni og svo framvegis… 🙂

  Leitaðu bara betur. Ég sagði ekki að hún hefði sett sýnishorn af slæmu klámi á síðuna sína og talað um það svoleiðis á neikvæðum nótum. Nei, ég sagði að hún beinir athygli okkar aftur og aftur að klámi með því að æpa “Bannið þessa bók” sem er jú svo ljómandi gott pöbblissití. Sóley lætur mig aftur og aftur muna að það er til klám i heiminum. Merkilegt.

 2. Annað hvort hafa menn áhuga á fótbolta eða ekki. Þú getur ekki bara haft áhuga á HM!!

 3. …þarf maður þá líka að vera doltið óléttur til að hafa áhuga á kynlífi?

 4. Æi,ekki byrjar það vel…fyrsti kúkur ársins og það á alsaklaust postulín mannkærleikans!

  Ég fæ mér kaffi og skrifa svo það sem ég vildi sagt hafa. Einskonar “Farðu beina leið í steininn.Þú færð engar 2000 krónur þó að þú farir yfir byrjunarreitinn”

 5. http://soley.blog.is/blog/soley/

  bloggið heitir solveig bjargar heiminum

  það er nottla bara ethvað mikið að.

  tek undir þetta með möggu svo er annað a þessum timum klams sem flæðir aðgeingilegt utum allt allstaðar er það orðið frekar leiðigjarnt hversdagslegt og enhvernveigin buið að missa allt kikk og teingingu við pervertisma einstaklingsins, að fara gera það að taboo og fela það er bara til að fa folk til að kikka a þvi aftur og nota i einhverskonar guðmundar byrgis leikjum þar sem mannskeppnan virðist hafa þessa tilhneiingar hvort sem hun er kona eða maður.

  það eru ofaar konurnar sem eg hef kynnst sem ekki hafa haft gaman eða not af klami þo þær seu mun meira með rikjandi tvöfalt siðgæði þegar kemur að kallmönnum og þessum hlutum og vil eg meina að það se tvent sem gerir það að verkum

  það fyrsta er samanburður kvenna við hvor aðra og samkeppni sin a milli sem gerir klamið að ogn fyrir þær þegar kemur að kallmönnum,

  i öðru þegar við kallmenn erum meira sjonrænir eru þær meira hugrænar og gera rauðu astarsögurnar það sama fyrir þær flestar og nakin kvennmanns mynd fyrir okkur en afþvi það er lifandi faunveruleg manneskja sem þu ser ertu mögulega i verstu tilfellum að halda framhja henni i huganum ethvað sem þær gera flesta tilfiningalega i astarsögum sjalfar

  æi goð okomplexuð skilningsrik kærleiksrik umburðarlynd kona sem er tilbuin að umgangast karlmenn a jafnrettisgrundvelli og lata sama siðferði yfir bæði ganga er bara vand fundin

  Þu serð það svo greinilega i bloggheimum

  við erum að tala um fordoma og ofbeldi gegn karlmönnum í ríki kynferðis sins

  við erum að tala um Kvennrembu

 6. Hægan,hægan!

  Segjum sem svo að það hafi verið áramótaheit þessa létt-skrifblinda gests að reyna að tjá sig á prenti – þá er borgaraleg skylda Sigurðar Þorfinns að bregðast við eins og þegar einhver í spreng bankar uppá.

  En ég hef skoðað nafnið frá öllum hliðum og er búin að útiloka flest nema ,,svartþröstur´´uppá skandinavíska mállýsku.

  Býður nokkur betur?

 7. Þessi bloggfærsla minnir mig á hin frægu orð “Sá vægir sem vitið hefur meira” sagði Séra Guðmundur þegar beljan gaf sig loksins eftir mikið brölt og hlunkaðist á básinn sinn.

 8. voða er folk her i kommentakerfinu ethvað merkilegt með sig sem samasafn af afburðarleiðindun og hroka jamm þið eruð saumaklubburinn betri en aðrir anal byrokrati reglugerðir ykkar skoðana eg hreinlega veit ekki hvað mar er að gera her sigurður
  annars ef eg huxa uti það þa hef eg aldrei verið velkomin her inn miðað við þær storskota hraunanir sem a mann berast svo sjaldan sem mar lætur heyra i ser

  þvi hef eg ahveðið að hætta að venja komur minar her

  lifið heil

 9. Ég skal nú alveg viðurkenna að moggabloggið er eins og hálfgerður sirkus með trúðum og uppdiktuðum karakterum, eða dýragarður, þú finnur alla flóruna.
  En dýragarðar þjóna þó þeim tilgangi að halda hjörðinni inni, og abbast ekki uppá virðulega hnakkusa og transcontinental homo erectus.com.
  Legg til að öll dýrin í skóginum séu vinir.

 10. “Þetta er ekkert annað en óbein afleiðing af því sem koma skal. ”
  Gott er að hafa yfir þetta spakmæli þar sem mannvitsbrekkur koma saman.

 11. Hver var annars hann þessi svarttrast þarna sem ég er farinn að sakna nú þegar??

  Og já, bara svona ef ske kynni að þið séuð ekki að hugsa um það lengur, Klám.

 12. Mér finnst klám fínt, svo lengi sem það er bara teiknað. Þá meiðir sig pottþétt enginn.

  Er að hugsa um að stofna Pro-Comix klámfélag kvenna. Sjá hvað gerist. Nei annars… karlar myndu bara halda að við værum rosalega flippaðar og til í allt. Það er það sem myndi gerast. Svona er lífið simpelt.

 13. ég veit ekki hvernig klám þú horfir á magga en það klám sem ég hef séð inniheldur engar líkamsmeiðingar.

Comments are closed.