Feimni

Félagsfælinn með athyglissýki, er greining sem ég bjó til þegar ég sótti sessjón í andlegri þjálfun hjá Jedi meistaranum mínum: Obi Wan Kenobi. Óskiljanleiki lífsins hefur orðið þess valdandi að um þessar mundir er ég dálítið feiminn við að öskra og garga hér á vefsetri mínu. Eftir að hafa risið hátt í sýnihyglirunki og uppskorið í kjölfarið óskipta athygli meðbræðra minna, dreg ég saman seglin og breiði yfir haus. Ég spyr mig spurninga eins og hvort mögulegt sé að það fólk sem venur komur sínar hingað haldi að ég sé snældubandbrjálaður? Er ég kannski snarklikkaður? Er ég tilfinningalega opni bloggarinn? Er ég maðurinn hennar Jónínu hans Jóns?

Liði mér betur ef ég leggði allt mitt þrek í að sannfæra umhverfi mitt um að ég sé einn af heilsteyptari mönnum sem gengið hafa þetta land? Ef ég skrifaði and-femeníska pistla, væru þá ekki vaxandi líkur á að kynbræður mínir tæku mér opnum örmum og veittu mér þann skilning sem mér finnst ég hafa farið á mis við, verandi í endalausu félagi við bölvaðar teprur.
2007 verður skráð á spjöld minninga minna sem árið þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvort ég átti að sitja eða standa.

Hvað um það. Talandi um feminisma: Ég sá Sóley Tómasdóttir í sjónvarpinu um daginn og hún hefur þennan eftirsóknaverða klassa, sem er svo vandfundinn hér norður í rassaborugati. Ég kann þó engin deili á henni. Ég hef aldrei lesið pistlana hennar, eða fylgst með þeim sem pirra sig á henni.

10 thoughts on “Feimni”

  1. Þú ættir nú að vera orðinn nógu gamall til að vita að sjónvarpið er af hinu illa og beitir öllum þeim blekkingum sem til eru í bókinni til að sannfæra þig um eitthvað sem er ekki satt …. ég veit ekkert hver þessi Sóley er reyndar og langar eiginlega bara ekkert til að vita það!

  2. Hæ Siggi minn. Hún klassa Sóley bloggar hérna http://soley.blog.is/blog.

    Eins og sjá má er hún ólm í klám. Hugsar mjög mikið um það og nekt. Önnur hver færsla hjá henni snýst um klám og nekt. Jólasveinarnir hennar eru uppteknir af klámi. Hún þarf örugglega bara að fá almenninlega íana fattaru? Spurning um að draga Jóa á staðinn og reyna að tæklana?

  3. Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst. Það er ekki nema flottasta fólkið sem þorir að koma fram eins og það er. Þú ert ljóslega sterkari karakter en svo að þú látir teprur draga þig niður í eitthvað volæði. May the force be with you.

  4. Steini Bjarna: Ég man eftir í hvaða tón þessi setning var sögð, lágstemmdur með spliss splass af yfirstétt. Frískaðu minni mitt elskulegur.

    Ofurnemi: Þakk fyrir hughreystingarorð, þér eruð indælar. Já, ég þéra þig, annað er ekki við hæfi.

    maggabest: Ég leitaði eins og andskotinn af þessu klámi sem þú nefnir, en fann ekki neitt. Mér finnst ég svikinn.

    Pétur G: Sjitt sýnist hverjum.

  5. Þetta segir að sjálfsögðu Hannibal Lecter í myndinni sem við fórum á saman í Háskólabíó 1993, Silence of the lambs við það tækifæri þegar fangavörðurinn Barney kveikir ljós hjá honum í tilefni heimsóknar Clarice, einu sinni sem oftar, sem var munaður sem honum hafði verið neitað um. Mér datt þessi setning í hug því oft kviknar hjá mér angurvært skilningsljós við að lesa þessi frábæru skrif þín.

    Önnur atriði úr kvikmyndum mætti nefna sem vekja svipaða hugfró s.s. þegar Jack Nicholson situr við barinn í The Shining og pantar sér “The hair of the dog that bit me” og Robert de Niro í Once upon a time in America þegar hann fer á kínversku ópíumbúlluna, skuggamyndaleikhúsið við undirleik klingjandi austurlenskra bjallna og pústar grimmt. Allt mjög nauðsynleg atriði hvert á sinn hátt sem kveikja ljóðrænar myndlíkingar, en legg nú ekki meira á þig í bili minn kæri.

  6. Fórstu á síðu dömunnar og fannst ekkert klámtal? Þá hefur þú rambað á ranga síðu. Hún beinir huga manns aftur og aftur að þessum óþverra. Reyndar með forskeytinu “anti” en engu að síður er fyrirbærið henni afar hugleikið.

  7. Það getur verið að það sé erfitt að heyra það Siggi minn..En ég elska þig eins og þú ert..
    Og hafðu engar áhyggjur..Þú færir okkur öllum skarpari sýn á það hvernig það er að vera í hausnum á þér..Hvort það sé hollt er aftur á móti allt annar handleggur og kæri ég mig lítið um að dæma um það..

    Ég veit það bara að allar stundirnar sem þú hefur fengið mig til að hlæja á þessu ári made my days*

    Þakka þér Siggi..Þakka þér:)

  8. I got elastic bands keepin my shoes on.
    Got those swollen hand blues.
    Got thirteen channels of shit on the T.V. to choose from.
    I’ve got electric light.
    And I’ve got second sight.
    And amazing powers of observation.
    And that is how I know
    When I try to get through
    On the telephone to you
    There’ll be nobody home.

Comments are closed.