Skaupedískaup – attitjúdblogg

Það er ekki hægt að sigla inn í árið án þess að hafa skoðun á skaupinu.

Skaupið í ár var dæmigerður afrakstur hæfileikaríks fólks sem í sigurvímu og sjálfumgleði ofmetnast, heldur að það sé alfa/ómega íslenskrar fyndni og að allt sem kámugir fingur þeirra komi nálægt – mali gull. Það er eitthvað annað en skaupið í fyrra, sem var það skemmtilegt að ég horfði á það aftur fyrr í vikunni á jútjúb.

Þetta er svo í síðasta skipti sem ég verð með attitjúd á árinu, enda ekki við hæfi á ári ástarinnar.

10 thoughts on “Skaupedískaup – attitjúdblogg”

  1. Þetta er nú full fast að kveðið. Ég dreg hálfa leið í land með þessa yfirlýsingu.

  2. Sammála þessari greiningu. Held reyndar að Raggi sé bara orðinn leiður á að taka þetta að sér og hafi viljað búa svo um hnútana að hann fái frið næstu árin.
    Þessi Losttenging fannst húmorískt séð ekki ganga upp, en einstakir punktar eins og Gunnar Birgisson “það er gott að búa í Kópavogi” (þá hlógu Kjartan Olsen og Atli Húnakonungur),skotin á Þórhall dagskrárstjóra og Árni “ómissandi”Johnsen (hvað er þetta 5. eða 6. árið í röð sem hann er tekinn fyrir? Endilega haldið áfram.)urðu til þess að ég fyrirgef þeim restina.

  3. Æi,ég er svoddan plebbi að mér þótti þetta fínt skaup.

    Ég ætlast ekki til að neinn geti gert samansafn af sketsum sem öllum finnst jafnfyndnir.

    Fólk hefur jú misjafnt skopskyn. Og sumir ekkert. Og það sem Árna Johnsen og Gunnari Birgissyni þykir fyndið er ekki endilega það sama og hlægir okkur, Sigurður Þorfinnur.

    Í heildina séð fengu allir greiðendur afnotagjalda eitthvað við sitt hæfi.

    Og er eftirsóknarvert fyrir listamenn að festast í skaupinu, ár eftir ár,og þurfa að gera öllum til hæfis?

    Hjálpi mér hamingjan! Ég er farin að skrifa eins og “inbred” moggabloggari!!!

  4. Við hjónin hlógum upphátt við….
    “það tekur enginn mark á þér, þú ert bara mella!”

    ást og kossar

  5. Já það var góð setning.

    Annars langað i mig að óska þér gleðilegs nýs árs Siggi sæti og takk fyrir gömul og góð.

  6. Ár kartöflunnar? Hún Margrét okkar Bezt? Hvaðan stendur á mig veðrið? Ég hef ekki hugmynd um það.

  7. “Ég ætlast ekki til að neinn geti gert samansafn af sketsum sem öllum finnst jafnfyndnir.” Þetta er held ég bara fyrsta commentið sem ég heyri af viti um skaupið. Mér fannst nefnilega sumir sketsarnir mjög fyndnir en aðrir síðri. Og það er bara allt í lagi.

Comments are closed.