Feiti gráðugi kisinn

Ég ætlaði að skrifa gífuryrtan reiðipistil, sem innihélt upphrópanir eins og: “Ég heimta kosningu strax” og “Hann er hálfviti” en þá mundi ég eftir ástinni og hvað hún er yndisleg. Meiri ást takk!

Ég hef ekki skrifað staf um íturvaxna köttinn Avraham síðan ég flutti í litla Skerjó, líklega vegna þess að á tímabili þoldi ég hann ekki. Mér fannst hann ekki koma fram við mig af þeirri virðingu sem ég þóttist eiga inni hjá honum. Hann bara tók og tók(græðgi), en gaf ekkert af sjálfum sér(eigingirni). Síkvartandi, heimtandi tyllidagamat meðan ég sætti mig við hversdagsmat. Greinilega ekki af sömu kynslóð og ég, alinn upp í kópavogískri nægjusemi. Jæja, hvað um gömul og góð gildi. Síðastliðinn mánuð hefur þessi gráa hlussa náð að bræða hjarta mitt og ást mín á honum hefur vaxið í hlutfalli við vömbina á honum.

Í dúkkuhúsinu í litla Skerjó, er 8 fermetra svefnloft. Þar sef ég og dreymi tímamótadrauma. Það tók gráu hlussuna rétt rúman hálfan mánuð að finna út úr hvernig hann gæti komist upp til mín. Fyrst stökk hann af kistlinum upp á fataskápinn. Ég sá hann aðeins gera það einu sinni og þótti mjög tilkomumikið. Svo lærði hann nýja og örlítið hættuminni aðferð. Ég hef þó aldrei séð nákvæmlega hvernig hann kemst upp með þeirri aðferð – þannig að ég nýtti mér nýjustu tækni í hreyfimyndagerð til að kanna hvernig hann bæri sig að.

[MEDIA=181]

 

Ég má til með að nefna, en í dag keypti ég diskinn Sleepdrunk Seasons með Hjaltalín og er hann guðdómlegur.

14 thoughts on “Feiti gráðugi kisinn”

  1. Það er auðvelt að elska svona kött! Þeir eru svo sætir aðeins yfir kjörþyngd.

  2. Ég sé alveg eigingirnissvipinn á þessum ketti. Held að þetta sé landlægt hjá köttum af þessari kynslóð, mínir kettir eru líka svona heimtufrekir kverúlantar.

  3. Ég endurtek: “Dogs have owners, cats have staff”

  4. Vá hvað hann er flottur. Ber sig fagmannlega að við að komast upp stigann. Alveg er ég viss um að þú gefur honum rjóma að lepja.

  5. I cannot stop to watch this video, I come back to your blog to see her face, I can safely say I adore her. yes yes
    that’s life… you never know when you meet another sis, she is a triple cuty

  6. Mikið afskaplega er hann kisi flottur!
    – nú kraumar í mér kisuhjartað …en nú eru rétt tæpar 8 vikur þar til við getum húrrað okkar hnoðrum yfir hafið í litla kotið okkar 🙂
    Aaaa, krúttípúttípæ! 😉

Comments are closed.