Frá Bláfjöllum til Tíbet

razorÍ nótt var ég staddur með stórum hóp útlendinga í tjaldbúðum upp í Bláfjöllum. Framundan var langt og strangt ferðalag til Tíbet og því eðlilega Bláfjöll fyrsti áningarstaðurinn. Í hópnum kom ég auga á undurfagra kínverska konu, sem ég gaf mig á tal við. Ég sagði henni að mig hefði dreymt um að fara til Tíbet síðan ég las The Razor’s Edge eftir W. Somerset Maugham. Hún sagði ekki eitt einasta orð. Allt í einu kviknaði innra með mér áður óþekkt stærð af ást. Ég fann að þetta var konan sem ég vildi elska þar til ég yrði 21 grammi léttari. Við féllumst í faðma og létum vel að hvoru öðru. Mér leið dásamlega.

Ég ætla nú að leggja mig og athuga hvort ég hitti hana ekki aftur.

16 thoughts on “Frá Bláfjöllum til Tíbet”

  1. Það er víst hægt að panta kínverskar konur sem kunna ekki íslensku úr þartilgerðum bæklingum.

  2. Ekki eyðileggja drauminn fyrir manninum mhg, er hann ekki búinn að vera nógu lasinn?
    Dásamlegt að fá að dreyma eitthvað svona skemmtilegt þegar maður er “undir veðrinu”

  3. Já basecamp í bláfjöllum, þetta þýðir að verðbréfavísitalan á eftir að hækka og þú ferð í Bónus og kaupir sker með aspartami fyrir vikupeningana.

  4. Siggi

    Til hamingju.

    Razor´s Edge er snilldarsaga, þroskasaga, manns sem gengur á móti straumnum, hjarðhegðuninni, til þess að mega lifa VAKANDI og laus við ignorance og illusion hinna sem kjósa frekar að fara sofandi í gegnum lífið.

    Njóttu 🙂

    PS. I have been there… og veit hvað þú ert að tjá þig um.

  5. Ég er alveg tómur. Kannski er ég bara búinn að klára að segja það sem ég þurfti að segja?

  6. Neeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Comments are closed.