Geðsýki gerir vart við sig

Þegar líf mitt er rétt u.þ.b fullkomið finn ég að undir niðri kraumar geðsýki af verstu sort. Hryllilegt ástand sem ekki er svo ólíkt því að vera haldinn djöflinum, hafi einhver einhverja reynslu af því. En ég kann að sporna við þessari geðveiki sem herjar á mig þegar ég má síst við. Ég sest upp í bifreið mína af Opel gerð og keyri sem leið liggur niður í Krónuverslunina út á Granda.

Einhver kann að spyrja sig hversvegna í ósköpunum ég fari ekki í Kringluna, eða jafnvel Smáralindina þegar geðsýki þessi herjar á huga minn. En það dugar skammt á þessa veiki. Fólk sem spartlar upp í tómarúmið í sálu sinni með að fara í verslunarmiðstöð, gerir það til að eyða peningum í ónauðsynjar – og það er mun skemmtilegra en að hanga nauðbeygt í Krónuverslun. Þar af leiðandi er töluverður munur á stemningu í matvöruverslun og verslunarmiðstöð.

Til halda niðri þeirri tegund af geðveiki, sem fær vænstu menn til að drepa, stela, svíkja og fremja allskonar ódæði, er langbest að fara í verslun þar sem stemningin er rotin og fylgjast með hvernig fólk sem parað hefur sig saman virkar í innkaupum á nauðsynjavörum. Parað fólk í matvöruverslun er oftar en ekki pirrað og langþreytt á hvoru öðru og á í mestu erfiðleikum með að dylja tilfinningar sínar.

Þegar ég svo verð vitni að því hversu margir eru óánægðir með pörunina, held ég heim á leið uppfullur af gríðarlegu þakklæti yfir að vera einbúi með geðstirðan kött. Öll þrá eftir ást og samlífi hverfur eins og dögg fyrir sólu. Allavega í c.a hálftíma.

Á næstu dögum mun ég brydda upp á fleiri heimilisráðum gegn ástsýki, tildæmis hið óbrigðula ráð að bora gat á höfuðkúpuna með steinbor, eða pissa í fjöltengi.

28 thoughts on “Geðsýki gerir vart við sig”

 1. “Það var hæ, hó, hopp og hí og hamagangur á Hóli!”

 2. hvernig er það, er ást=geðveiki ?? ef svo er þá er ég alveg snargeðveikur, ég sem verð ástfanginn allavega nokkrum sinnum á ári. Það var verra hérna áður fyrr, þá varð ég ástfanginn allavega nokkrum sinnan á klukkutíma, en þetta hefur skánað með aldrinum 🙂 Við erum að verða svo gamlir , það veldur mér hugarangri og þunglyndi að hugsa of mikið um það.

 3. Fjandi rétt hjá þér vinur, ást er geðveikis ástand. Og einnig skemmtileg og skarplega athuguð pælingin með krónuna. Mjög sjaldan sem ég hef séð hamingjusamt fólk saman í nýlenduvöruverslun.

 4. Ég verð reglulega ástfangin, sérstaklega af fólki sem ég myndi aldrei vilja vera með t.d. meðleigjendur. Einu sinni varð ég ástfangin af manni af því að hann var með svo gott ilmvatn. Hann gaf mér leðurarmbandið sitt og ég tímdi ekki að vera með það því það lyktaði eins og hann. Talandi um geðsýki ha.

 5. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að allir sem lesa þetta blogg hans Sigga séu fokking ruglaðir…

 6. Og þú hefur þá væntanlega undir höndum einhvern vegvísi um það hvað manneskja þarf að hafa til brunns að bera til að teljast eðlileg? Einhverjar reglugerðir vottaðar og viðurkenndar af einhverjum sem auðtrúa pöpullinn er búinn að samþykkja sem alvald/authority yfir sér? Kannski plagg frá kaþólsku kirkjunni, sem hefur svo snyrtilega misnotað sóknarbörn sín kynferðislega meira en nokkuð annað trúarsamfélag í heiminum? Hver er fokking ruglaður Hetja? Hver ákveður það?

 7. trúfélag Charles Manson var mun öflugra í kynferðislegri misnotkun en nokkurntíma Katólska kirkjan bara svo ég nefni eitthvað.

  En auðvitað er Hetjan ein og sér full dómbær á það hver er fokking ruglaður og hver ekki!

 8. Mér finnst reyndar ekkert slæmt að vera kölluð rugluð. Það er þó allavega skárra en að vera venjuleg. Svo er alltaf spurning hvað er venjulegt.

 9. Orðum mínum var nú beint til Hjördísar en menn eru ekkert verri fyrir það eitt að vera “fokking ruglaðir”. Ég treysti sjálfur ekki fólki af hinni tegundinni og á bágt með að vera í kringum það eða eins og karl faðir minn sagði: “Líkin sækja líkin heim”.

 10. Kaþólskir prestar hafa misnotað sóknarbörn sín í margar aldir. 4% af allri kynferðislegri misnotkun í Bandaríkjunum er talin vera af völdum kaþólskra presta. Misnotkun hefur verið sönnuð á 0.2% allra kaþólskra presta. Charles Manson og hans gengi, kemst ekki með tærnar þar sem Kaþólska kirkjan hefur hælana. Það tekur því ekki einu sinni að nefna hann á nafn.

  En kaþólska kirkjan ákveður hvað er rétt og rangt í siðferðismálum. Hver sé fokking ruglaður, eins og Hetjan kemst svo skemmtilega að orði, og hver telst eðlilegur. Til fjandans með allt authority.

 11. Hvað katólskir prestar gera á hlut sóknabarna sinna hlýtur að vera þeirra einkamál, ég veit ekki til að það hafi verið opinber stefna katólsku kirkjunnar að misnota börn.
  Þessvegna hlýtur að vera alger þvættingur að bera þetta fram með þessum hætti.

  Svona málflutningur ber vott um vænissýki:)

 12. Hvað með íssölu?! Þú talar um cthólsku kirkjuna en nefnir íssala ekki einu orði! Nauðganir og íssala fara hönd í hönd og enginn gerir neitt! Hver þykist þú vera að geta dregið eitt málefni svona fram yfir.

  Bróðir vinar vinkonu minnar er prestur og hann segir að fólk eigi ekki að vera að halda framhjá, sérstaklega ef maður á börn. Eins og maður ráði sér ekki sjálf!!? Hver er hann að segja eitthvað svona? Hver þykist hann vera! Hver er hann eitthvað að dæma mann fyrir það sem gerir í sínum frítíma. Hann veit sko ekkert um það hvernig það er að vera í svona sambandi! Maður getur ekki geirt NEITT lengur án þess að fólk sé að dæma mann. Þú og vinir þínir í prestastéttinni getið bara farið og klappað hvorum öðrum. Prestar eru allt hommar hvort sem er. Það gengur ekki að það sé til stétt manna sem fái borgað fyrir að setja út á annað fólk….

 13. Ég vil biðja þig afsökunar Sigurður á orðum mínum. Það var ekki ég sem sagði þetta, heldur illur andi sem tók sér bólfestu í mér eftir að ég álpaðist óvart inn á blog.is og barnaland.is í morgun.

 14. Mér finnst ljótt af þér að draga íssala inn í þetta hetjus. Nákominn ættingji minn selur ís í uppsveitum Árnessýslu og var nauðgað af presti. Mér finnst þú hefðir ekki átt að draga þessa starfstétt inn í umræðuna.

  p.s. Þessum umrædda íssala var ekki nauðgað af klerknum í Byrginu

 15. Skítt með föður Tucker og kollega hans!
  Það var löngu vitað að þeir ættu í erfiðleikum með að halda hempunni niðrum sig og buxunum uppum kórdrengina EN þegar Leðurblökumaðurinn er farinn að lúskra á sínum nánustu!

  Í hvaða liði á maður eiginlega að vera?

 16. Halda með sjálfum sér, kynjunum var ekki gefið að vera saman lengur en tímanum sem tekur að búa til eitt stk barn.

  Sem síðan einhver kaþólskur prestur tekur og fuckar upp fyrir lífstíð, ef foreldrarnir eru þá ekki búnir að því.

 17. Allt þetta prestatal er nú orðið ansi þreytandi, þeir eru bara mannlegir eins og við Hin, en svona til þess að svara spurningunni hér að ofan þá er Valur náttúrulega alveg tvímælalaust besta liðið í bænum, og þar fyrir utan þá er Batman myndin ein sú besta sem ég hef séð lengi, hvað með það þó hann tukti aðeins til vini og ættingja, það er nú einu sinni hans eðli að berja fólk alla daga, ekki viljum við að hann hætti því 🙂 snilldarleikur Heath Ledger sem Jókersins í þessari mynd á eftir að setja ör á sál mína í langan tíma.
  Mæli hiklaust með þessari mynd.

Comments are closed.