Góssentíð fúllynda

Fyrir okkur sem erum í eðli okkar fúllynd, eru kreppur og aðrar óhamingjur, mikil góssentíð. Nú, þurfum við ekki að gera okkur upp viðurstyggilega kátínu. Brosið sem við reyndum að framkalla, en umbreyttist í fáranlega grettu, heyrir nú sögunni til. Nú getum við gefið reiðinni og pirringnum lausan tauminn, og þurfum ekki að halda aftur af okkur. Óhindrað getum við ausið skólpi úr skálum reiði okkar, þannig að ófögnuðurinn slettist á alla sem voga sér að vera nærri.
Reyndir þú að halda aftur af þér og brosa eins og fífl, þegar góðærið var og hét? Nú gerist þess ekki þörf. Nú er alveg kjörið að missa stjórn á sér, tildæmis á vinnustað, eða heima í faðmi fjölskyldunnar. Það kemur enginn til með að áfellast þig. Þetta er þannig tími. Það eru allir reiðir. Nú getum við verið við sjálf og þurfum ekki að vera feimin við að sýna okkar rétta eðli. Guði sé lof fyrir kreppuna!

5 thoughts on “Góssentíð fúllynda”

  1. Gott er að setja upp í sig lítið herðatré og tryggja þannig breitt aulabros á smettinu allan daginn.

Comments are closed.